Atvikið átti sér stað þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum, sem endaði með 104-98 sigri Stjörnunnar.
Björgvin Hafþór Ríkharðsson í Grindavík braut þá á Ægi Þór Steinarssyni í Stjörnunni.

Hilmar Smári Henningsson hljóp á eftir Björgvini og virtist eiga eitthvað við hann ótalað. Shaquille Rombley fylgdi honum fast eftir og Jase Febres blandaði sér einnig í málið.


Björgvin var fljótur að láta sig hverfa af vettvangi og labbaði sakleysislega burt meðan áflogin brutust út.

DeAndre Kane var fljótur að stökkva inn í þvöguna en reyndi nokkuð óvænt að róa menn niður.
Hann hafði hins vegar ekki hemil á sjúkraþjálfara Grindavíkur, Sreten Karimanovic, sem ýtti í Jase Febres og öskraði á hann.


Dómurunum tókst að að lokum að stía mönnum sundur og eftir ráðfæringar varð niðurstaðan að Jase Febres og Hilmar Smári fengu báðir tæknivillur og varamannabekkur Grindavíkur fékk tæknivillu.