Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 06:33 Eygló Fanndal Sturludóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir með verðlaun sín á Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum. @gudnybjorkstefans Í gær var risastór dagur í sögu íslenskra lyftinga þegar tveir íslenskir keppendur stóðu í fyrsta skipti saman á verðlaunapalli á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71 kílóa flokki U23 (21-23 ára) en mótið var haldið í Póllandi. Eygló náði ekki aðeins í gullið því hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingu. Þetta gerir alls 237 kíló samanlagt sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um eitt kíló. Til að setja árangur hennar í samhengi þá má bera árangur hennar við síðustu Ólympíuleika. Eygló lyfti 26 kílóum meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til sjötta sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar. Hún hefði líka náð í silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð í þriðja sæti í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96 kílóum og 114 kílóum í jafnhendingu. Það gera samanlagt 210 kíló. Lyftingasamband Íslands segir frá þessu og skemmtilegri stund þegar Harpa, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71 kílóa flokki U23 (21-23 ára) en mótið var haldið í Póllandi. Eygló náði ekki aðeins í gullið því hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingu. Þetta gerir alls 237 kíló samanlagt sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um eitt kíló. Til að setja árangur hennar í samhengi þá má bera árangur hennar við síðustu Ólympíuleika. Eygló lyfti 26 kílóum meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til sjötta sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar. Hún hefði líka náð í silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð í þriðja sæti í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96 kílóum og 114 kílóum í jafnhendingu. Það gera samanlagt 210 kíló. Lyftingasamband Íslands segir frá þessu og skemmtilegri stund þegar Harpa, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira