„Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar 1. nóvember 2024 09:17 Tímum við ekki að þjónusta börn í alvarlegum vanda? En við komum ríkisbanka fyrir í Stuðlabergshöll? Ég hlýt að draga þessa ályktun því það hefur ekki vantað upp á íburðinn þegar við komum ríkisbanka fyrir inni í Stuðlabergshöll á dýrasta fasteignareit landsins á sama tíma og tækni- og sjálfvirknivæðing eykst í bankageiranum. Við byggjum viðbótarbyggingu við Seðlabanka Íslands fyrir hundruð, ef ekki milljarða, króna. Það væri hægt að taka ótal önnur dæmi í þessu samhengi þar sem er verið að sukka með fé skattgreiðanda svo ekki sé minnst á Landspítalann ógrátandi. Við stæðum ekki svona illa í heilbrigðismálum hefði honum verið fundinn annar staður og ég hugsa að hann væri fyrir löngu upprisinn og við værum ekki með gamla fólkið okkar á göngum spítalanna í dag ef skynsemin hefði verið höfð að leiðarljósi við að finna honum stað á sínum tíma. En snúum okkur aftur að kjarna greinarinnar. Á sama tíma og við reisum Stuðlabergshöll þjónustum við börn í alvarlegum vanda í bráðabirgðalausnum með því að hífa, liggur mig við að segja, sumarbústað inn á lóð meðferðarheimilisins Stuðla sem er ekki einu sinni í eigu ríkisins heldur er þessi skúr leigður af einkaaðila úti í bæ. Það er örugglega búið að borga þann skúr upp fyrir löngu síðan bara með leigukostnaði í gegnum árin en ég þori ekki að leggja mat á það þar sem ég veit ekki hvað leiguverðið er á mánuði. En svona miðað söguna hvernig er farið með skattfé okkar þá kæmi það mér ekki á óvart. Þarna inni hafa verið geymd börn í gæsluvarðhaldi fyrir alvarlega glæpi á meðan það er til sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem er hugsað fyrir börn sem eiga að afplána dóma sem heitir Háholt og er lokað. Mér skilst að þegar sé búið að manna staðinn verði hægt að opna það meðferðarheimili á morgun þannig að húsnæðið er til staðar og ég veit ekki til þess að það sé mygla í því. Léleg ráðgjöf eða vanræksla? Annaðhvort er þetta pólitík eða ráðgjöfin er léleg og þarfagreining er eitthvað skökk þegar við horfum á þetta heildstætt því fyrir 20 árum síðan voru meðferðarheimilin 7 en í dag eru þau 2. Okkur hefur fjölgað um 100.000 íbúa síðan þá og við vitum í ljósi síðustu atburða að vandinn eykst og hann er orðinn miklu erfiðari við að etja í dag að teknu tilliti til neyslu og afbrota ungmenna svo eitthvað sé nefnt. Þetta er langt frá því að vera tæmandi upptalning hvernig við höfum verið að sinna þessum málaflokki í gegnum árin. Þær hafa verið digurbarkalegar yfirlýsingarnar í gegnum árin að nú eigi að taka til höndum í þessum málaflokki en efndirnar hafa verið litlar sem engar nema þá að halda glærusýningar, stofna nefndir og ráð og heimilum hefur verið lokað. Við höfum verið að tjasla við gamlar byggingar sem hafa verið bæði myglaðar og óhentugar fyrir svona starfsemi eða að leigja skúr úti í bæ. Meira segja hefur þetta verið þannig að nágrannar hafa neitað að samþykkja slíka starfsemi í nábýli við sig eins og þegar við höfum reynt að setja á laggirnar búsetuúrræði fyrir börn í vanda á höfuðborgarsvæðinu eins og hefur gerst með útigangsmennina okkar ítrekað: „Ekki í mínum bakgarði, takk.“ Ég minni á það eina ferðina enn að núverandi mennta- og barnamálaráðherra, sem hefur stýrt þessum málaflokki í meira en sjö ár, skrifaði undir viljayfirlýsingu árið 2018 við bæjarstjórn Garðabæjar um að byggt verði sérhæft meðferðarheimili í því bæjarfélagi og þau áform eru enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að hann átti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum og ekki að ástæðulausu því þetta gerðist á hans vakt. Hann hefur engan veginn staðið sig þegar kemur að þessum málaflokki og það er engin innistæða fyrir afsökunum lengur, hvað þá að kenna ríkisstjórnarslitum um. Til samanburðar segja ráðherrar á Norðurlöndum af sér bara að kaupa óvart á ríkiskortinu toblerone-súkkulaði, sígarettur og bleyjur eins og frægt var hérna um árið. Við viljum bera okkur saman við siðmenntaðar þjóðir eins og Norðurlöndin í ýmsu en ekki í því að þjónusta börn í alvarlegum vanda svo sómi fari af; þá ber enginn ábyrgð, þá er engin ástæða að segja starfinu sínu lausu þegar menn eru ekki að standa sig og hreinlega að sýna vanrækslu! Hugleiddi framboð Ég velti fyrir mér á sínum tíma hvort ég ætti að bjóða mig fram til þings þar sem ég hef staðið uppi á kassa og gargað upp í tómt hjómið þegar kemur að því að bæta þennan málaflokk. Ákvað að lokum að gera það ekki því ég tel mig miklu betri til að vinna í þeim málaflokki sem ég starfa við í dag og hef gert í meira en 30 ár. En hefði ég farið fram hefði ég sett þennan málaflokk efstan á lista. Nokkrir frambjóðendur hafa lofað því núna í aðdraganda kosninga að ætla að taka þennan málaflokk upp á sína arma af alvöru. Ég mun anda ofan í hálsmálið á þeim að þeir standi við það eftir kosningar og ef þeir draga lappirnar eins og núverandi ráðherra hefur gert mun ég líka krefjast þess að þeir segi af sér. Þannig að þetta er ekkert persónulegt gagnvart Ásmundi Einari; Heldur orð skulu standa sama hvað þegar börnin okkar eiga í hlut og sér í lagi þegar þau eru vanmáttug og veik. Ef það er ekki rétti tíminn núna fyrir kosningar að minnast á þennan málaflokk þá veit ég ekki hvenær hann er. Ég ætla að vona að guð forði okkur frá því að Framsóknarflokkurinn stýri þessum málaflokki næstu árin. Hann er búinn að fá sitt tækifæri til þess og hefur ekki farnast vel í því. Það skal ekki gleymast að sá flokkur hefur trónað yfir þessum málaflokki frá árinu 1996 en þá var síðasta sérhæfða meðferðarheimili landsins byggt í kringum þennan málaflokk ásamt Samfylkingunni að undanskildum tíu mánuðum þegar Viðreisn réði yfir því ráðuneyti. Þegar síðasta sérhæfða meðferðarheimilið var byggt fyrir börn í alvarlegum vanda var það Stuðlar. Þá voru íbúar þessa lands meira en 100.000 færri en þeir eru í dag. Þá var ástandið ekki þannig að yfir 40% drengja gætu ekki lesið sér til gagns. Þá voru ekki til samfélagsmiðlar, ekki hnífa- og skotárásir, ofbeldið ekki svona gróft. Þá voru fáir að tala um ADHD og ADD í sama mæli og í dag. Þá var ekki búið að finna upp á hugtakinu skólaforðun og afar sjaldan talað um mótþróaröskun, minni umræða um kvíða og almennt um geðheilbrigðismál barna. Þá var talað um að vera misþroska og hegðunarraskaður, það var samnefnarinn yfir þetta allt saman. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Rykið er búið að setjast Af hverju mætum við börnum í alvarlegum vanda með bráðabirgðalausnum á meðan bankar og ríkisstofnanir eru færðar inn í sérhæfðar byggingar og glæsihallir á dýrasta fasteignareit borgarinnar með einu pennastriki? Svo förum við reglulega á innsogið. Hvað er ástandið slæmt eftir að eitthvað hræðilegt gerist? Nú þegar rykið er að setjast og við erum farin að ná andanum aftur eftir að hafa verið á innsoginu eftir hörmulega atburði síðustu mánuði, hvort sem það er vegna afbrota eða dauðsfall ungmenna í blóma lífsins, þá verður ekki horft fram hjá því að þessi málaflokkur hefur aldrei verið ofarlega á forgangslistanum hjá fráfarandi ríkisstjórn og sér í lagi hjá Framsóknarflokknum svona miðað við hvernig hann er að skilja við þennan málaflokk í dag. Þó svo að menn vilji láta í það skína svona rétt fyrir kosningar að veruleikinn sé annar því staðreyndin talar sínu máli þessi málaflokkur er eins og í ævintýrinu hans H.C. Andersen „Keisarinn er í engum fötum“. Börnum í alvarlegum vanda á ekki að redda með bráðabirgðalausum og það á ekki að koma þeim fyrir í sumarbústað þegar þau eru í gæsluvarðhaldi, það þarf sérhæft meðferðarheimili fyrir þau og það kostar eins og viðbyggingin við Seðlabankann. Virði mannslífs í blóma lífsins 800 milljónir Að lokum verð ég að segja þetta, fyrir meira en tíu árum síðan var haldin ráðstefna á vegum samtaka sem hétu Olnbogabörn. Þar var ræðumaður maður að nafni Jóhannes Kr. Jóhannesson sem missti dóttur sína vegna ofneyslu fíkniefna. Á þeirri ráðstefnu sagði hann að einstaklingur sem deyr í blóma lífsins væri virði 800 milljóna króna og þetta ískalda mat og setur að manni hroll þegar börn eru að deyja vegna þjónustuleysis. Hérna er ræða hans sem byrjar á mínútu 41:53 og skorar á ykkur að hlusta á þessa ræðu. En hver er verðmiðinn í dag og mega þessi börn í vanda kosta eitthvað? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Málefni Stuðla Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Tímum við ekki að þjónusta börn í alvarlegum vanda? En við komum ríkisbanka fyrir í Stuðlabergshöll? Ég hlýt að draga þessa ályktun því það hefur ekki vantað upp á íburðinn þegar við komum ríkisbanka fyrir inni í Stuðlabergshöll á dýrasta fasteignareit landsins á sama tíma og tækni- og sjálfvirknivæðing eykst í bankageiranum. Við byggjum viðbótarbyggingu við Seðlabanka Íslands fyrir hundruð, ef ekki milljarða, króna. Það væri hægt að taka ótal önnur dæmi í þessu samhengi þar sem er verið að sukka með fé skattgreiðanda svo ekki sé minnst á Landspítalann ógrátandi. Við stæðum ekki svona illa í heilbrigðismálum hefði honum verið fundinn annar staður og ég hugsa að hann væri fyrir löngu upprisinn og við værum ekki með gamla fólkið okkar á göngum spítalanna í dag ef skynsemin hefði verið höfð að leiðarljósi við að finna honum stað á sínum tíma. En snúum okkur aftur að kjarna greinarinnar. Á sama tíma og við reisum Stuðlabergshöll þjónustum við börn í alvarlegum vanda í bráðabirgðalausnum með því að hífa, liggur mig við að segja, sumarbústað inn á lóð meðferðarheimilisins Stuðla sem er ekki einu sinni í eigu ríkisins heldur er þessi skúr leigður af einkaaðila úti í bæ. Það er örugglega búið að borga þann skúr upp fyrir löngu síðan bara með leigukostnaði í gegnum árin en ég þori ekki að leggja mat á það þar sem ég veit ekki hvað leiguverðið er á mánuði. En svona miðað söguna hvernig er farið með skattfé okkar þá kæmi það mér ekki á óvart. Þarna inni hafa verið geymd börn í gæsluvarðhaldi fyrir alvarlega glæpi á meðan það er til sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem er hugsað fyrir börn sem eiga að afplána dóma sem heitir Háholt og er lokað. Mér skilst að þegar sé búið að manna staðinn verði hægt að opna það meðferðarheimili á morgun þannig að húsnæðið er til staðar og ég veit ekki til þess að það sé mygla í því. Léleg ráðgjöf eða vanræksla? Annaðhvort er þetta pólitík eða ráðgjöfin er léleg og þarfagreining er eitthvað skökk þegar við horfum á þetta heildstætt því fyrir 20 árum síðan voru meðferðarheimilin 7 en í dag eru þau 2. Okkur hefur fjölgað um 100.000 íbúa síðan þá og við vitum í ljósi síðustu atburða að vandinn eykst og hann er orðinn miklu erfiðari við að etja í dag að teknu tilliti til neyslu og afbrota ungmenna svo eitthvað sé nefnt. Þetta er langt frá því að vera tæmandi upptalning hvernig við höfum verið að sinna þessum málaflokki í gegnum árin. Þær hafa verið digurbarkalegar yfirlýsingarnar í gegnum árin að nú eigi að taka til höndum í þessum málaflokki en efndirnar hafa verið litlar sem engar nema þá að halda glærusýningar, stofna nefndir og ráð og heimilum hefur verið lokað. Við höfum verið að tjasla við gamlar byggingar sem hafa verið bæði myglaðar og óhentugar fyrir svona starfsemi eða að leigja skúr úti í bæ. Meira segja hefur þetta verið þannig að nágrannar hafa neitað að samþykkja slíka starfsemi í nábýli við sig eins og þegar við höfum reynt að setja á laggirnar búsetuúrræði fyrir börn í vanda á höfuðborgarsvæðinu eins og hefur gerst með útigangsmennina okkar ítrekað: „Ekki í mínum bakgarði, takk.“ Ég minni á það eina ferðina enn að núverandi mennta- og barnamálaráðherra, sem hefur stýrt þessum málaflokki í meira en sjö ár, skrifaði undir viljayfirlýsingu árið 2018 við bæjarstjórn Garðabæjar um að byggt verði sérhæft meðferðarheimili í því bæjarfélagi og þau áform eru enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að hann átti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum og ekki að ástæðulausu því þetta gerðist á hans vakt. Hann hefur engan veginn staðið sig þegar kemur að þessum málaflokki og það er engin innistæða fyrir afsökunum lengur, hvað þá að kenna ríkisstjórnarslitum um. Til samanburðar segja ráðherrar á Norðurlöndum af sér bara að kaupa óvart á ríkiskortinu toblerone-súkkulaði, sígarettur og bleyjur eins og frægt var hérna um árið. Við viljum bera okkur saman við siðmenntaðar þjóðir eins og Norðurlöndin í ýmsu en ekki í því að þjónusta börn í alvarlegum vanda svo sómi fari af; þá ber enginn ábyrgð, þá er engin ástæða að segja starfinu sínu lausu þegar menn eru ekki að standa sig og hreinlega að sýna vanrækslu! Hugleiddi framboð Ég velti fyrir mér á sínum tíma hvort ég ætti að bjóða mig fram til þings þar sem ég hef staðið uppi á kassa og gargað upp í tómt hjómið þegar kemur að því að bæta þennan málaflokk. Ákvað að lokum að gera það ekki því ég tel mig miklu betri til að vinna í þeim málaflokki sem ég starfa við í dag og hef gert í meira en 30 ár. En hefði ég farið fram hefði ég sett þennan málaflokk efstan á lista. Nokkrir frambjóðendur hafa lofað því núna í aðdraganda kosninga að ætla að taka þennan málaflokk upp á sína arma af alvöru. Ég mun anda ofan í hálsmálið á þeim að þeir standi við það eftir kosningar og ef þeir draga lappirnar eins og núverandi ráðherra hefur gert mun ég líka krefjast þess að þeir segi af sér. Þannig að þetta er ekkert persónulegt gagnvart Ásmundi Einari; Heldur orð skulu standa sama hvað þegar börnin okkar eiga í hlut og sér í lagi þegar þau eru vanmáttug og veik. Ef það er ekki rétti tíminn núna fyrir kosningar að minnast á þennan málaflokk þá veit ég ekki hvenær hann er. Ég ætla að vona að guð forði okkur frá því að Framsóknarflokkurinn stýri þessum málaflokki næstu árin. Hann er búinn að fá sitt tækifæri til þess og hefur ekki farnast vel í því. Það skal ekki gleymast að sá flokkur hefur trónað yfir þessum málaflokki frá árinu 1996 en þá var síðasta sérhæfða meðferðarheimili landsins byggt í kringum þennan málaflokk ásamt Samfylkingunni að undanskildum tíu mánuðum þegar Viðreisn réði yfir því ráðuneyti. Þegar síðasta sérhæfða meðferðarheimilið var byggt fyrir börn í alvarlegum vanda var það Stuðlar. Þá voru íbúar þessa lands meira en 100.000 færri en þeir eru í dag. Þá var ástandið ekki þannig að yfir 40% drengja gætu ekki lesið sér til gagns. Þá voru ekki til samfélagsmiðlar, ekki hnífa- og skotárásir, ofbeldið ekki svona gróft. Þá voru fáir að tala um ADHD og ADD í sama mæli og í dag. Þá var ekki búið að finna upp á hugtakinu skólaforðun og afar sjaldan talað um mótþróaröskun, minni umræða um kvíða og almennt um geðheilbrigðismál barna. Þá var talað um að vera misþroska og hegðunarraskaður, það var samnefnarinn yfir þetta allt saman. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Rykið er búið að setjast Af hverju mætum við börnum í alvarlegum vanda með bráðabirgðalausnum á meðan bankar og ríkisstofnanir eru færðar inn í sérhæfðar byggingar og glæsihallir á dýrasta fasteignareit borgarinnar með einu pennastriki? Svo förum við reglulega á innsogið. Hvað er ástandið slæmt eftir að eitthvað hræðilegt gerist? Nú þegar rykið er að setjast og við erum farin að ná andanum aftur eftir að hafa verið á innsoginu eftir hörmulega atburði síðustu mánuði, hvort sem það er vegna afbrota eða dauðsfall ungmenna í blóma lífsins, þá verður ekki horft fram hjá því að þessi málaflokkur hefur aldrei verið ofarlega á forgangslistanum hjá fráfarandi ríkisstjórn og sér í lagi hjá Framsóknarflokknum svona miðað við hvernig hann er að skilja við þennan málaflokk í dag. Þó svo að menn vilji láta í það skína svona rétt fyrir kosningar að veruleikinn sé annar því staðreyndin talar sínu máli þessi málaflokkur er eins og í ævintýrinu hans H.C. Andersen „Keisarinn er í engum fötum“. Börnum í alvarlegum vanda á ekki að redda með bráðabirgðalausum og það á ekki að koma þeim fyrir í sumarbústað þegar þau eru í gæsluvarðhaldi, það þarf sérhæft meðferðarheimili fyrir þau og það kostar eins og viðbyggingin við Seðlabankann. Virði mannslífs í blóma lífsins 800 milljónir Að lokum verð ég að segja þetta, fyrir meira en tíu árum síðan var haldin ráðstefna á vegum samtaka sem hétu Olnbogabörn. Þar var ræðumaður maður að nafni Jóhannes Kr. Jóhannesson sem missti dóttur sína vegna ofneyslu fíkniefna. Á þeirri ráðstefnu sagði hann að einstaklingur sem deyr í blóma lífsins væri virði 800 milljóna króna og þetta ískalda mat og setur að manni hroll þegar börn eru að deyja vegna þjónustuleysis. Hérna er ræða hans sem byrjar á mínútu 41:53 og skorar á ykkur að hlusta á þessa ræðu. En hver er verðmiðinn í dag og mega þessi börn í vanda kosta eitthvað? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar