Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:35 Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkominn dag í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, fékk þann heiður að afhenda henni verðlaunin. @ewfsport Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi. Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Í ólympíuskum lyftingum er keppt í snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk), og samanlagðri þyngd. Eygló vann þannig þrenn gullverðlaun því hún lyfti mestu bæði í snörun og jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín og Guðný Björk Stefánsdóttir með silfur og brons.@ewfsport Eygló byrjaði reyndar á að missa 98 kg í fyrstu tilraun í snörun en bætti úr því og náði svo að snara upp 104 kg. Í jafnhendingu, þar sem stönginni er lyft upp í tveimur skrefum, náði hún að lyfta 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg. Hér að neðan má sjá Eygló lyfta 133 kg í jafnhendingu. Til marks um hve góður árangur Eyglóar er þá hefði hann dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París í sumar, en Eygló rétt missti af sæti á leikunum, og til silfurverðlauna á EM fullorðinna. Hún lyfti 26 kg meira en næsti keppandi í hennar flokki í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, hlaut þann heiður að afhenda Eygló verðlaunin. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag í gær og vann til bronsverðlauna, í sama þyngdar- og aldursflokki og Eygló. Guðný vann silfur í snörun með 96 kg lyftu, og í jafnhendingu lyfti hún 114 kg, svo samanlagt lyfti hún 210 kg. Hér að neðan má sjá Guðnýju í snöruninni. Lyftingar Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Í ólympíuskum lyftingum er keppt í snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk), og samanlagðri þyngd. Eygló vann þannig þrenn gullverðlaun því hún lyfti mestu bæði í snörun og jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín og Guðný Björk Stefánsdóttir með silfur og brons.@ewfsport Eygló byrjaði reyndar á að missa 98 kg í fyrstu tilraun í snörun en bætti úr því og náði svo að snara upp 104 kg. Í jafnhendingu, þar sem stönginni er lyft upp í tveimur skrefum, náði hún að lyfta 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg. Hér að neðan má sjá Eygló lyfta 133 kg í jafnhendingu. Til marks um hve góður árangur Eyglóar er þá hefði hann dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París í sumar, en Eygló rétt missti af sæti á leikunum, og til silfurverðlauna á EM fullorðinna. Hún lyfti 26 kg meira en næsti keppandi í hennar flokki í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, hlaut þann heiður að afhenda Eygló verðlaunin. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag í gær og vann til bronsverðlauna, í sama þyngdar- og aldursflokki og Eygló. Guðný vann silfur í snörun með 96 kg lyftu, og í jafnhendingu lyfti hún 114 kg, svo samanlagt lyfti hún 210 kg. Hér að neðan má sjá Guðnýju í snöruninni.
Lyftingar Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira