Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 11:17 Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Umhverfismál Hafið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun