Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 19:18 Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum. Dagleg verkefni mín ná langt út fyrir kennslustundirnar sem ég kenni og langt út fyrir venjulegan 8-16 vinnutíma. Mín helstu verkefni er að fara yfir verkefni nemenda og veita þeim gagnlega endurgjöf sem þau geta byggt á. Ég bý til nýtt námsefni og tek tillit til sérþarfa nemenda minna með ýmsum aðlögunum. Ég tek tillit til og sinni líðan þeirra og ræði við foreldra og samstarfsfólk til að tryggja stuðning fyrir hvern nemanda og að öllum líði sem best í skólanum. Öll mín vinna byggir á skipulagi, því enn sem komið er vantar mig reynslu í bakpokann sem ég er að safna í. Í nýliðnu vetrarfríi vann ég stanslaust til að halda utan um allt það sem safnast hefur upp. Þetta er vinna sem tilheyrir því að vera faglegur og samviskusamur kennari. Ég spyr mig hvort ég geti starfað við þetta í mörg ár í viðbót ef starfið tekur stóran part af mínum frítíma en launin eru ekki í takt við það. Við sem stöndum framarlega í að byggja framtíð barnanna eigum það skilið að vera metin að verðleikum. Verkfall hefur nú skollið á og heldur líklega áfram ef ekki næst að semja um kjarabætur. Heyrst hefur að kröfurnar séu ekki skýrar en ég sem er ný í þessu starfi sé ekki betur en að þær séu mjög skýrar: kennarar eru að fara fram á sambærileg laun á við aðrar fagstéttir og um leið að fá viðurkenningu á því hlutverki sem þeir gegna í samfélaginu. Það þarf að fjárfesta í framtíð barnanna og sú fjárfesting hefst á því að virða og styðja kennara í störfum sínum. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum. Dagleg verkefni mín ná langt út fyrir kennslustundirnar sem ég kenni og langt út fyrir venjulegan 8-16 vinnutíma. Mín helstu verkefni er að fara yfir verkefni nemenda og veita þeim gagnlega endurgjöf sem þau geta byggt á. Ég bý til nýtt námsefni og tek tillit til sérþarfa nemenda minna með ýmsum aðlögunum. Ég tek tillit til og sinni líðan þeirra og ræði við foreldra og samstarfsfólk til að tryggja stuðning fyrir hvern nemanda og að öllum líði sem best í skólanum. Öll mín vinna byggir á skipulagi, því enn sem komið er vantar mig reynslu í bakpokann sem ég er að safna í. Í nýliðnu vetrarfríi vann ég stanslaust til að halda utan um allt það sem safnast hefur upp. Þetta er vinna sem tilheyrir því að vera faglegur og samviskusamur kennari. Ég spyr mig hvort ég geti starfað við þetta í mörg ár í viðbót ef starfið tekur stóran part af mínum frítíma en launin eru ekki í takt við það. Við sem stöndum framarlega í að byggja framtíð barnanna eigum það skilið að vera metin að verðleikum. Verkfall hefur nú skollið á og heldur líklega áfram ef ekki næst að semja um kjarabætur. Heyrst hefur að kröfurnar séu ekki skýrar en ég sem er ný í þessu starfi sé ekki betur en að þær séu mjög skýrar: kennarar eru að fara fram á sambærileg laun á við aðrar fagstéttir og um leið að fá viðurkenningu á því hlutverki sem þeir gegna í samfélaginu. Það þarf að fjárfesta í framtíð barnanna og sú fjárfesting hefst á því að virða og styðja kennara í störfum sínum. Höfundur er kennari
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar