Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 21:02 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Eldræða formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál hefur vakið mikla athygli. Formaður hjálparsamtaka segir ekkert við framferði hans gefa til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð en stjórnmálafræðingur telur formanninn mögulega hafa fengið sig fullsaddan af andúð annarra flokka. Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira