AGF var töluvert sterkari aðilinn og ógnaði markinu meira. Ísinn brotnaði á 34. mínútu þegar hægri hafsent Lyngby, Pascal Gregor, setti boltann óvart í eigið net.
Lyngby barðist til baka og setti jöfnunarmark undir lok seinni hálfleiks, Sævar Atli var þá nýfarinn af velli fyrir Frederik Gytkjær sem skoraði.

Allt stefndi í jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma potaði framherjinn Patrick Mortensen inn sigurmarki fyrir AGF.
Mikael Neville Anderson lék allan leikinn, hægra megin á þriggja manna miðju AGF.
AGF fór með þessum sigri upp að hlið meistaranna Midtjylland, aðeins einu stigi frá efsta sætinu. FC Kaupmannahöfn gæti reyndar tekið fram úr þeim báðum með sigri gegn Silkeborg á morgun.
Lyngby er í verri málum, í 11. sæti deildarinnar með aðeins níu stig eftir fjórtán leiki.