Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 18:17 Rigningin setti sterkan svip á alla helgina í Brasilíukappakstrinum. Getty/Alessio Morgese Max Verstappen tók stórt skref í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 með ótrúlegum sigri í kappakstrinum í Sao Paulo í dag. Rigningin setti sterkan svip á alla helgina og þar með kappaksturinn í dag. Verstappen þurfti að byrja í 17. sæti en vann sig framar og kom sér fram úr Esteban Ocon í efsta sætið þegar keppni var endurræst á 43. hring af 69. Hann hélt forystunni til enda og vann öruggan sigur, eða rétt tæpum tuttugu sekúndum á undan næsta manni. Verstappen er þar með kominn með 393 stig og er 62 stigum á undan næsta manni, Lando Norris, þegar aðeins þrír kappakstrar eru eftir. Hann gæti því fagnað heimsmeistaratitlinum í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Þó var þetta fyrsti sigur Verstappen síðan á Spáni í júní. Max Verstappen fagnar sigrinum sæta í dag með liðinu sínu.Getty/Mark Thompson Árangur Alpine-liðsins vakti ekki síður athygli í dag en Esteban Ocon náði 2. sæti og Pierre Gasly 3. sætinu. George Russell úr Mercedes varð í 4. sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í 5. sæti. Akstursíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rigningin setti sterkan svip á alla helgina og þar með kappaksturinn í dag. Verstappen þurfti að byrja í 17. sæti en vann sig framar og kom sér fram úr Esteban Ocon í efsta sætið þegar keppni var endurræst á 43. hring af 69. Hann hélt forystunni til enda og vann öruggan sigur, eða rétt tæpum tuttugu sekúndum á undan næsta manni. Verstappen er þar með kominn með 393 stig og er 62 stigum á undan næsta manni, Lando Norris, þegar aðeins þrír kappakstrar eru eftir. Hann gæti því fagnað heimsmeistaratitlinum í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Þó var þetta fyrsti sigur Verstappen síðan á Spáni í júní. Max Verstappen fagnar sigrinum sæta í dag með liðinu sínu.Getty/Mark Thompson Árangur Alpine-liðsins vakti ekki síður athygli í dag en Esteban Ocon náði 2. sæti og Pierre Gasly 3. sætinu. George Russell úr Mercedes varð í 4. sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í 5. sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira