Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 20:21 Logi Tómasson í leik með Strömsgodset. godset.no Fjöldi Íslendinga var á ferðinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titilbaráttan er hnífjöfn nú þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd. Norski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd.
Norski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira