Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2024 07:31 Steinunn Anna Svansdóttir og Ingimar Jónsson áttu bæði mjög flotta helgi og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Instagram Steinunn Anna Svansdóttir og Ingimar Jónsson tryggðu sér um helgina Íslandsmeistaratitlana í CrossFit. Ingimar var að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum því hann vann hann einnig titilinn 2020 og 2022. Steinunn Anna varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þvílík helgi,“ skrifaði Steinunn Anna á samfélagsmiðla sína. „Náði öllum þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir þessa helgi og árangurinn skilaði sér í þetta sinn. Stolt af sjálfri mér, vinnunni sem liggur að baki, og að vera partur af þessu geggjaða samfélagi,“ skrifaði Steinunn. Steinunn fékk alls 650 stig eða tíu stigum meira en Elín Birna Hallgrímsdóttir sem varð önnur. Þriðja var síðan Birta Líf Þórarinsdóttir með 625 stig. Steinunn vann tvær greinar og varð í öðru sæti í þremur greinum til viðbótar. Hún náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Elín Birna endaði frábærlega með því að vinna tvær síðustu greinarnar og þrjár af síðustu fjórum. Áttunda sætið í fimmtu greininni reyndist henni dýrkeypt. Birta Líf og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir náðu einnig að vinna grein en Guðbjörg Ósk endaði í fimmta sætinu á eftir Hjördísi Ósk Óskarsdóttur sem varð fjóra. Ingimar fékk 660 stig eða fimmtán stigum meira en Rökkvi Hrafn Guðnason sem varð annar með 645 stig. Í þriðja sætinu varð síðan Bergur Sverrisson með 630 stig. Ingimar vann þrjár greinar og varð í öðru sæti í tveimur greinum til viðbótar. Hann náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Rökkvi Hrafn vann fyrstu og síðustu grein keppninnar en Bergur vann einnig tvær greinar. Verðlaunahafarnir þrír voru því þeir einu sem unnu grein í keppninni. Fjórði í karlakeppninni varð Tryggvi Þór Logason og með jafnmörg stig í fimmta sætinu urðu síðan Böðvar Tandri Reynisson og Viktor Ólafsson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Sjá meira
Ingimar var að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum því hann vann hann einnig titilinn 2020 og 2022. Steinunn Anna varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þvílík helgi,“ skrifaði Steinunn Anna á samfélagsmiðla sína. „Náði öllum þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir þessa helgi og árangurinn skilaði sér í þetta sinn. Stolt af sjálfri mér, vinnunni sem liggur að baki, og að vera partur af þessu geggjaða samfélagi,“ skrifaði Steinunn. Steinunn fékk alls 650 stig eða tíu stigum meira en Elín Birna Hallgrímsdóttir sem varð önnur. Þriðja var síðan Birta Líf Þórarinsdóttir með 625 stig. Steinunn vann tvær greinar og varð í öðru sæti í þremur greinum til viðbótar. Hún náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Elín Birna endaði frábærlega með því að vinna tvær síðustu greinarnar og þrjár af síðustu fjórum. Áttunda sætið í fimmtu greininni reyndist henni dýrkeypt. Birta Líf og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir náðu einnig að vinna grein en Guðbjörg Ósk endaði í fimmta sætinu á eftir Hjördísi Ósk Óskarsdóttur sem varð fjóra. Ingimar fékk 660 stig eða fimmtán stigum meira en Rökkvi Hrafn Guðnason sem varð annar með 645 stig. Í þriðja sætinu varð síðan Bergur Sverrisson með 630 stig. Ingimar vann þrjár greinar og varð í öðru sæti í tveimur greinum til viðbótar. Hann náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Rökkvi Hrafn vann fyrstu og síðustu grein keppninnar en Bergur vann einnig tvær greinar. Verðlaunahafarnir þrír voru því þeir einu sem unnu grein í keppninni. Fjórði í karlakeppninni varð Tryggvi Þór Logason og með jafnmörg stig í fimmta sætinu urðu síðan Böðvar Tandri Reynisson og Viktor Ólafsson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn