Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 11:31 José Mourinho virkaði ryðgaður þegar hann renndi sér á hnjánum eftir sigurmark Fenerbahce gegn Trabzonspor. getty/Huseyin Yavuz José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, sagði tyrkneskum dómurum til syndanna eftir leikinn gegn Trabzonspor í gær og sagði að hann hefði ekki komið til Tyrklands ef hann hefði vitað hvernig dómgæslan þar sé. Fenerbahce vann leikinn, 2-3, en Sofyan Amrabat skoraði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mourinho fagnaði með því að hlaupa inn á völlinn og renna sér á hnjáum. Það tókst reyndar ekkert sérstaklega vel hjá þeim portúgalska og hann endaði á því að detta á grasið. Þrátt fyrir sigurinn var Mourinho afar ósáttur eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Trabzonspor fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, báðar eftir inngrip VAR-dómara, og þá taldi Mourinho sína menn svikna um víti fyrir sigurmarkið. „Ég kenni fólkinu hjá Fenerbahce sem fékk mig hingað um. Það sagði mér aðeins hálfan sannleikann. Það sagði mér ekki allan sannleikann því ef þau hefðu gert það hefði ég ekki komið. En með hálfan sannleikann og strákana mína berjumst við gegn andstæðingum og kerfinu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Ekki lengur ósýnilegi maðurinn Hann beindi svo talinu að dómaranum Oguzhan Cakir og VAR-dómaranum Atilla Karaoglan. „Karaoglan var vakandi og gaf tvær vítaspyrnur sem dómarinn gaf ekki. Hann var hins vegar að fá sér tyrkneskt te þegar við áttum að fá klárt víti sem hann gaf ekki,“ sagði Mourinho. „Maður leiksins var Atilla Karaoglan. Við sáum hann ekki en hann var dómarinn. Dómarinn var bara lítill strákur sem var á vellinum en alvöru dómarinn var Atilla Karoglan. Hann fór úr því að vera ósýnilegi maðurinn yfir í að vera mikilvægasti maðurinn á vellinum. Ég held ég tali fyrir hönd allra stuðningsmanna Fenerbahce þegar ég segi að við viljum hann ekki. Við viljum hann ekki sem VAR-dómara. Við viljum ekki sjá hann á vellinum, hvað þá í VAR-herberginu.“ Fenerbahce er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray. Tyrkneski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Fenerbahce vann leikinn, 2-3, en Sofyan Amrabat skoraði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mourinho fagnaði með því að hlaupa inn á völlinn og renna sér á hnjáum. Það tókst reyndar ekkert sérstaklega vel hjá þeim portúgalska og hann endaði á því að detta á grasið. Þrátt fyrir sigurinn var Mourinho afar ósáttur eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Trabzonspor fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, báðar eftir inngrip VAR-dómara, og þá taldi Mourinho sína menn svikna um víti fyrir sigurmarkið. „Ég kenni fólkinu hjá Fenerbahce sem fékk mig hingað um. Það sagði mér aðeins hálfan sannleikann. Það sagði mér ekki allan sannleikann því ef þau hefðu gert það hefði ég ekki komið. En með hálfan sannleikann og strákana mína berjumst við gegn andstæðingum og kerfinu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Ekki lengur ósýnilegi maðurinn Hann beindi svo talinu að dómaranum Oguzhan Cakir og VAR-dómaranum Atilla Karaoglan. „Karaoglan var vakandi og gaf tvær vítaspyrnur sem dómarinn gaf ekki. Hann var hins vegar að fá sér tyrkneskt te þegar við áttum að fá klárt víti sem hann gaf ekki,“ sagði Mourinho. „Maður leiksins var Atilla Karaoglan. Við sáum hann ekki en hann var dómarinn. Dómarinn var bara lítill strákur sem var á vellinum en alvöru dómarinn var Atilla Karoglan. Hann fór úr því að vera ósýnilegi maðurinn yfir í að vera mikilvægasti maðurinn á vellinum. Ég held ég tali fyrir hönd allra stuðningsmanna Fenerbahce þegar ég segi að við viljum hann ekki. Við viljum hann ekki sem VAR-dómara. Við viljum ekki sjá hann á vellinum, hvað þá í VAR-herberginu.“ Fenerbahce er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira