Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 11:31 José Mourinho virkaði ryðgaður þegar hann renndi sér á hnjánum eftir sigurmark Fenerbahce gegn Trabzonspor. getty/Huseyin Yavuz José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, sagði tyrkneskum dómurum til syndanna eftir leikinn gegn Trabzonspor í gær og sagði að hann hefði ekki komið til Tyrklands ef hann hefði vitað hvernig dómgæslan þar sé. Fenerbahce vann leikinn, 2-3, en Sofyan Amrabat skoraði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mourinho fagnaði með því að hlaupa inn á völlinn og renna sér á hnjáum. Það tókst reyndar ekkert sérstaklega vel hjá þeim portúgalska og hann endaði á því að detta á grasið. Þrátt fyrir sigurinn var Mourinho afar ósáttur eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Trabzonspor fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, báðar eftir inngrip VAR-dómara, og þá taldi Mourinho sína menn svikna um víti fyrir sigurmarkið. „Ég kenni fólkinu hjá Fenerbahce sem fékk mig hingað um. Það sagði mér aðeins hálfan sannleikann. Það sagði mér ekki allan sannleikann því ef þau hefðu gert það hefði ég ekki komið. En með hálfan sannleikann og strákana mína berjumst við gegn andstæðingum og kerfinu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Ekki lengur ósýnilegi maðurinn Hann beindi svo talinu að dómaranum Oguzhan Cakir og VAR-dómaranum Atilla Karaoglan. „Karaoglan var vakandi og gaf tvær vítaspyrnur sem dómarinn gaf ekki. Hann var hins vegar að fá sér tyrkneskt te þegar við áttum að fá klárt víti sem hann gaf ekki,“ sagði Mourinho. „Maður leiksins var Atilla Karaoglan. Við sáum hann ekki en hann var dómarinn. Dómarinn var bara lítill strákur sem var á vellinum en alvöru dómarinn var Atilla Karoglan. Hann fór úr því að vera ósýnilegi maðurinn yfir í að vera mikilvægasti maðurinn á vellinum. Ég held ég tali fyrir hönd allra stuðningsmanna Fenerbahce þegar ég segi að við viljum hann ekki. Við viljum hann ekki sem VAR-dómara. Við viljum ekki sjá hann á vellinum, hvað þá í VAR-herberginu.“ Fenerbahce er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray. Tyrkneski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Fenerbahce vann leikinn, 2-3, en Sofyan Amrabat skoraði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mourinho fagnaði með því að hlaupa inn á völlinn og renna sér á hnjáum. Það tókst reyndar ekkert sérstaklega vel hjá þeim portúgalska og hann endaði á því að detta á grasið. Þrátt fyrir sigurinn var Mourinho afar ósáttur eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Trabzonspor fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, báðar eftir inngrip VAR-dómara, og þá taldi Mourinho sína menn svikna um víti fyrir sigurmarkið. „Ég kenni fólkinu hjá Fenerbahce sem fékk mig hingað um. Það sagði mér aðeins hálfan sannleikann. Það sagði mér ekki allan sannleikann því ef þau hefðu gert það hefði ég ekki komið. En með hálfan sannleikann og strákana mína berjumst við gegn andstæðingum og kerfinu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Ekki lengur ósýnilegi maðurinn Hann beindi svo talinu að dómaranum Oguzhan Cakir og VAR-dómaranum Atilla Karaoglan. „Karaoglan var vakandi og gaf tvær vítaspyrnur sem dómarinn gaf ekki. Hann var hins vegar að fá sér tyrkneskt te þegar við áttum að fá klárt víti sem hann gaf ekki,“ sagði Mourinho. „Maður leiksins var Atilla Karaoglan. Við sáum hann ekki en hann var dómarinn. Dómarinn var bara lítill strákur sem var á vellinum en alvöru dómarinn var Atilla Karoglan. Hann fór úr því að vera ósýnilegi maðurinn yfir í að vera mikilvægasti maðurinn á vellinum. Ég held ég tali fyrir hönd allra stuðningsmanna Fenerbahce þegar ég segi að við viljum hann ekki. Við viljum hann ekki sem VAR-dómara. Við viljum ekki sjá hann á vellinum, hvað þá í VAR-herberginu.“ Fenerbahce er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira