Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:15 Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun