Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 11:44 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands segir ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir séu ólöglegar. Stefnt er að því að hefja nýja atkvæðagreiðslu um verkföll lækna í dag, sem myndu hefjast seint í nóvember. Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“ Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“
Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira