Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2024 12:00 Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun