Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 06:19 Baðlónið verður 1.500 fermetrar að stærð. T.ark Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í síðustu viku að vísa til bæjarstjórnar tillögu um byggingu nýs baðlóns á Skanshöfða í Vestmannaeyjum. Byggja á lónið og hótelið ofan á hrauni sem rann úr eldgosinu í Heimaey árið 1973. Gert er ráð fyrir því að baðlónið verði allt að 1.500 fermetrar og að því fylgi 90 herbergja hótel. Skanshöfðinn er á hraunjaðri sem myndaðist í Heimaeyjargosinu árið 1973. Arkitektastofan T. ark arkitektar teiknaði hönnun að lóninu og hótelinu. Stofan hannaði einnig Reykjavík Edition, Sky Lagoon og Hótel Cabin. Ferðaþjónusta allan ársins hring Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir Vestmanneyinga spennta fyrir nýju baðlóni og þeim tækifærum sem því fylgja. Bæjarfélagið sé þó ekki að fjárfesta í þessu verkefni. Þau greiði fyrir breytingar á aðalskipulagi en framkvæmdaaðili fyrir breytingar á deiliskipulagi. „Þetta er stærsta ferðaþjónustuframkvæmd sem hefur verið farið í Vestmannaeyjum. Við erum gríðarlega spennt fyrir því að fólk hafi trú á því að hér sé hægt að byggja upp öfluga ferðaþjónustu allt árið.“ Í deiliskipulagi Skansins og Skanshöfða kemur fram að fyrirhugað sé að reisa þar fjögurra hæða hótel með 90 herbergjum við baðlónið. Hótelið verði staðsett á höfðanum norðaustanverðum og baðlónið á honum suðvestanverðum. Frumdrög T.ark af hóteli og baðlóni á Skanshöfðanum.T.ark Þá kemur fram að við baðlónið verði heitir pottar, gufuböð og hraunhellir auk þess sem þarf verði að vinna þjónustubyggingu og veitingasölu. Þá kemur fram að baðlónið verði sýnilegt við innsiglingu Vestmannaeyjahafnar og að það muni skapa „áhugavert samspil við hafnarmannvirki, hafnarstarfsemina og Skansinn.“ Þá er gert ráð fyrir að lögð verði áhersla á að hönnun falli sem best að landslaginu og að hugað verði að góðu aðgengi fyrir bæði gangangi og hjólandi á milli Skansins, hótelsins, baðlónsins og aðliggjandi svæða. „Við munum taka þetta fyrir í bæjarstjórn á morgun. Þetta er búið að vera langt ferli,“ segir Íris en bæjarstjórn samþykkti viljayfirlýsingu um byggingu baðlónsins í desember árið 2020. 50 störf og afleidd störf Íris segir verkefnið jákvætt. Það sé talið að það muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið og á efnahagslífið. „Það koma tækifæri með lóninu og hótelinu. Það eru 50 störf auk afleiddra starfa. Þetta verður þá líka nýr áfangastaður í ferðaþjónustu sem er opinn allt árið,“ segir Íris og að það lengi þannig ferðaþjónustutímabilið í Vestmannaeyjum. Íris segir baðlónið og hótel skapa mörg jákvæð tækifæri fyrir Vestmannaeyinga.Vísir/Vilhelm „Það er mjög góð ásókn í Vestmannaeyjar frá vori og fram á haust en okkur hefur þótt erfiðara að vera með vetrarferðaþjónustu.“ Sjá einnig: Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Ein ástæða sé til dæmis ótraustar samgöngur. Hún segir samgöngurnar fínar núna en þær séu misjafnar. „Ótraustar samgöngur er eitthvað sem hefur alltaf reynst ferðaþjónustunni erfitt. Það er núna verið að undirbúa ríkisstyrkt flug en svo hafa menn vonandi gæfu til að stíga þau skref sem þarf út af göngunum,“ segir Íris. Það sé eitthvað sem myndi breyta öllu fyrir Eyjamenn. Hér má sjá teiknaða yfirlitsmynd af svæðinu.T.ark Í umhverfismatsskýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu Alta um lónið og hótelið eru metin ýmis áhrif af því. Þar kemur til dæmis fram að vegna þess að nota eigi sjó í lónið en ekki neysluvatn hafi það hvorki jákvæð né neikvæð áhrif á vatnsauðlindir. Verði neysluvatn notað muni það hafa einhver neikvæð áhrif. „Það er talað um að nýta sjó. Við erum ekki með grunnvatn hérna í Vestmannaeyjum. Við notum sjó líka í landeldi sem er að byggjast upp hérna núna,“ segir Íris. Í umhverfisskýrslu Alta einnig fjallað þar um útivist og ásýnd Skanshöfðans og áhrif framkvæmdarinnar á samfélagið. Þar segir að sem dæmi sé gert ráð fyrir að með lóninu verði gerðir nýir göngustígar og vegir sem muni bæta aðgengi fólks að svæðinu. Hvað varðar vistkerfi segir í skýrslunni að áhrifin verði staðbundin og óveruleg. Settir eru skilmálar um að hreinsa lúpínu af svæðinu. Óafturkræft rask á hrauni Þá segir að framkvæmdinni muni fylgja óafturkræft rask á nýju hrauni sem njóti verndar. Í umsögn Umhverfisstofnunar er þetta áréttað og bent á að þó svo að svæðið sé að hluta til raskað réttlæti það ekki frekara rask og að staðsetning framkvæmdanna verði á þegar röskuðu svæði. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar er einnig fjallað um það og kallað eftir því að fjallað sé betur um það í tillögunni um verndargildi og verndarstöðu hraunsins. „Þetta verður algerlega einstakt stæði fyrir lónið og hótelið. Skansvæðið er við innsiglinguna og þar sem lónið er áætlað er á nýja hrauninu rétt fyrir ofan Skansinn. Þar ertu með útsýni yfir Klettsvík og Eyjafjallajökul á hægri hönd. Þetta er einstakt útsýni og það verður passað að það verði sem minnst rask,“ segir Íris. Við lónið verða heitir pottar og gufa.T. ark Hún segir lög um náttúruvernd, þar sem fjallað er um að raska ekki nýju hrauni, ekki taka nægilegt tillit til þess að í Vestmannaeyjum gaus í byggð. „Þetta verður að mestu leyti á röskuðu hrauni. Við eigum ekki mikið landsvæði hérna og við verðum að geta notað það landsvæði sem okkur stendur til boða,“ segir Íris. Sjá einnig: Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Til samanburðar má nefna að í Grindavík, þar sem hefur gosið yfir ýmsa innviði, voru sett sérstök lög um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þannig ekki þurfi að leita umsagnar hjá Umhverfisstofnun þegar raska á hrauninu. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að baðlónið verði allt að 1.500 fermetrar og að því fylgi 90 herbergja hótel. Skanshöfðinn er á hraunjaðri sem myndaðist í Heimaeyjargosinu árið 1973. Arkitektastofan T. ark arkitektar teiknaði hönnun að lóninu og hótelinu. Stofan hannaði einnig Reykjavík Edition, Sky Lagoon og Hótel Cabin. Ferðaþjónusta allan ársins hring Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir Vestmanneyinga spennta fyrir nýju baðlóni og þeim tækifærum sem því fylgja. Bæjarfélagið sé þó ekki að fjárfesta í þessu verkefni. Þau greiði fyrir breytingar á aðalskipulagi en framkvæmdaaðili fyrir breytingar á deiliskipulagi. „Þetta er stærsta ferðaþjónustuframkvæmd sem hefur verið farið í Vestmannaeyjum. Við erum gríðarlega spennt fyrir því að fólk hafi trú á því að hér sé hægt að byggja upp öfluga ferðaþjónustu allt árið.“ Í deiliskipulagi Skansins og Skanshöfða kemur fram að fyrirhugað sé að reisa þar fjögurra hæða hótel með 90 herbergjum við baðlónið. Hótelið verði staðsett á höfðanum norðaustanverðum og baðlónið á honum suðvestanverðum. Frumdrög T.ark af hóteli og baðlóni á Skanshöfðanum.T.ark Þá kemur fram að við baðlónið verði heitir pottar, gufuböð og hraunhellir auk þess sem þarf verði að vinna þjónustubyggingu og veitingasölu. Þá kemur fram að baðlónið verði sýnilegt við innsiglingu Vestmannaeyjahafnar og að það muni skapa „áhugavert samspil við hafnarmannvirki, hafnarstarfsemina og Skansinn.“ Þá er gert ráð fyrir að lögð verði áhersla á að hönnun falli sem best að landslaginu og að hugað verði að góðu aðgengi fyrir bæði gangangi og hjólandi á milli Skansins, hótelsins, baðlónsins og aðliggjandi svæða. „Við munum taka þetta fyrir í bæjarstjórn á morgun. Þetta er búið að vera langt ferli,“ segir Íris en bæjarstjórn samþykkti viljayfirlýsingu um byggingu baðlónsins í desember árið 2020. 50 störf og afleidd störf Íris segir verkefnið jákvætt. Það sé talið að það muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið og á efnahagslífið. „Það koma tækifæri með lóninu og hótelinu. Það eru 50 störf auk afleiddra starfa. Þetta verður þá líka nýr áfangastaður í ferðaþjónustu sem er opinn allt árið,“ segir Íris og að það lengi þannig ferðaþjónustutímabilið í Vestmannaeyjum. Íris segir baðlónið og hótel skapa mörg jákvæð tækifæri fyrir Vestmannaeyinga.Vísir/Vilhelm „Það er mjög góð ásókn í Vestmannaeyjar frá vori og fram á haust en okkur hefur þótt erfiðara að vera með vetrarferðaþjónustu.“ Sjá einnig: Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Ein ástæða sé til dæmis ótraustar samgöngur. Hún segir samgöngurnar fínar núna en þær séu misjafnar. „Ótraustar samgöngur er eitthvað sem hefur alltaf reynst ferðaþjónustunni erfitt. Það er núna verið að undirbúa ríkisstyrkt flug en svo hafa menn vonandi gæfu til að stíga þau skref sem þarf út af göngunum,“ segir Íris. Það sé eitthvað sem myndi breyta öllu fyrir Eyjamenn. Hér má sjá teiknaða yfirlitsmynd af svæðinu.T.ark Í umhverfismatsskýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu Alta um lónið og hótelið eru metin ýmis áhrif af því. Þar kemur til dæmis fram að vegna þess að nota eigi sjó í lónið en ekki neysluvatn hafi það hvorki jákvæð né neikvæð áhrif á vatnsauðlindir. Verði neysluvatn notað muni það hafa einhver neikvæð áhrif. „Það er talað um að nýta sjó. Við erum ekki með grunnvatn hérna í Vestmannaeyjum. Við notum sjó líka í landeldi sem er að byggjast upp hérna núna,“ segir Íris. Í umhverfisskýrslu Alta einnig fjallað þar um útivist og ásýnd Skanshöfðans og áhrif framkvæmdarinnar á samfélagið. Þar segir að sem dæmi sé gert ráð fyrir að með lóninu verði gerðir nýir göngustígar og vegir sem muni bæta aðgengi fólks að svæðinu. Hvað varðar vistkerfi segir í skýrslunni að áhrifin verði staðbundin og óveruleg. Settir eru skilmálar um að hreinsa lúpínu af svæðinu. Óafturkræft rask á hrauni Þá segir að framkvæmdinni muni fylgja óafturkræft rask á nýju hrauni sem njóti verndar. Í umsögn Umhverfisstofnunar er þetta áréttað og bent á að þó svo að svæðið sé að hluta til raskað réttlæti það ekki frekara rask og að staðsetning framkvæmdanna verði á þegar röskuðu svæði. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar er einnig fjallað um það og kallað eftir því að fjallað sé betur um það í tillögunni um verndargildi og verndarstöðu hraunsins. „Þetta verður algerlega einstakt stæði fyrir lónið og hótelið. Skansvæðið er við innsiglinguna og þar sem lónið er áætlað er á nýja hrauninu rétt fyrir ofan Skansinn. Þar ertu með útsýni yfir Klettsvík og Eyjafjallajökul á hægri hönd. Þetta er einstakt útsýni og það verður passað að það verði sem minnst rask,“ segir Íris. Við lónið verða heitir pottar og gufa.T. ark Hún segir lög um náttúruvernd, þar sem fjallað er um að raska ekki nýju hrauni, ekki taka nægilegt tillit til þess að í Vestmannaeyjum gaus í byggð. „Þetta verður að mestu leyti á röskuðu hrauni. Við eigum ekki mikið landsvæði hérna og við verðum að geta notað það landsvæði sem okkur stendur til boða,“ segir Íris. Sjá einnig: Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Til samanburðar má nefna að í Grindavík, þar sem hefur gosið yfir ýmsa innviði, voru sett sérstök lög um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þannig ekki þurfi að leita umsagnar hjá Umhverfisstofnun þegar raska á hrauninu. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum.
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira