Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 20:00 Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Pallborðinu fyrr í dag. Ákvörðun Vinstri grænna um áframhaldandi samstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsókn árið 2021 var afdrifarík og orkar tvímælis. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, í kosningapallborðinu í dag. Hún segir hreyfinguna vera að hefja nýjan kafla undir sinni forystu og að grasrótin sé að ná sér á strik eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf. Hún benti á að fólk eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem hafði skilið við flokkinn á ákveðnu tímabili, sé komið til baka. Þetta sé þó vissulega áskorun. Í Pallborðinu ræddu forystukonur Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands um útlendingamál, íhaldssveiflu, húsnæðismál og margt fleira. Fylgi við flokkana þrjá mældist í síðustu Maskínukönnun undir fimm prósentum og VG með 3,8%. Svandís var spurð hvort það hefðu verið mistök að endurnýja stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn árið 2021. „Ég held það hafi ekkert upp á sig að vera að velta fyrir sér hvort eitthvað hafi verið mistök eða ekki mistök.“ En ef þið eruð að óska eftir tiltrú kjósenda sem hafa farið, þurfið þið þá ekki að ávarpa þetta; hvort þetta hafi verið mistök eða ekki? „Þessi ákvörðun var afdrifarík, augljóslega. Hún orkar tvímælis og þegar maður lítur til baka þá hrannast upp spurningamerkin um það hvort við höfum greitt fyrir þetta of dýru gjaldi. Mér finnst það spurning sem á alveg rétt á sér þrátt fyrir að við höfum náð umtalsverðum árangri.“ Pallborðið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast 29. október 2024 13:32 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Hún segir hreyfinguna vera að hefja nýjan kafla undir sinni forystu og að grasrótin sé að ná sér á strik eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf. Hún benti á að fólk eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem hafði skilið við flokkinn á ákveðnu tímabili, sé komið til baka. Þetta sé þó vissulega áskorun. Í Pallborðinu ræddu forystukonur Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands um útlendingamál, íhaldssveiflu, húsnæðismál og margt fleira. Fylgi við flokkana þrjá mældist í síðustu Maskínukönnun undir fimm prósentum og VG með 3,8%. Svandís var spurð hvort það hefðu verið mistök að endurnýja stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn árið 2021. „Ég held það hafi ekkert upp á sig að vera að velta fyrir sér hvort eitthvað hafi verið mistök eða ekki mistök.“ En ef þið eruð að óska eftir tiltrú kjósenda sem hafa farið, þurfið þið þá ekki að ávarpa þetta; hvort þetta hafi verið mistök eða ekki? „Þessi ákvörðun var afdrifarík, augljóslega. Hún orkar tvímælis og þegar maður lítur til baka þá hrannast upp spurningamerkin um það hvort við höfum greitt fyrir þetta of dýru gjaldi. Mér finnst það spurning sem á alveg rétt á sér þrátt fyrir að við höfum náð umtalsverðum árangri.“ Pallborðið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast 29. október 2024 13:32 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast 29. október 2024 13:32