Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 18:30 Lindsey Vonn vann til fjölda verðlauna á sínum ferli og gæti verið að snúa aftur til keppni, eftir fimm og hálfs árs hlé. Getty/Christophe Pallot Bandaríska skíðastjarnan Lindsey Vonn, sem nýverið fagnaði fertugsafmæli, gæti verið að snúa aftur til keppni í heimsbikarnum eftir fimm og hálfs árs fjarveru. Þjóðverjinn Markus Wasmeier gagnrýnir þessa fyrirætlun og segir nánast um hneyksli að ræða. Vonn er sögð stefna á að snúa aftur til keppni í Beaver Creek í Colorado um miðjan desember. Á meðan margir eru eflaust spenntir fyrir þeirri hugmynd að sjá þessa mögnuðu skíðakonu snúa aftur, eftir að hún neyddist til að hætta vegna meiðsla, eru ekki allir jafnhrifnir. Þeirra á meðal er hinn 61 árs gamli Wasmeier, tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, en hann tjáði sig um málið á sjónvarpsstöðinni Sport 1. „Að mínu mati er þetta bara einhver sýning. Þetta jaðrar við að vera hneyksli,“ sagði Wasmeier sem telur hreinlega hættulegt fyrir Vonn að ætla að bruna niður brekkurnar að nýju í baráttu við þær bestu í heimi, orðin 40 ára gömul. „Hún er að gera einhverja sýningu úr þessu. Ég get ekki séð þetta fyrir mér öðruvísi,“ sagði Wasmeier. Markus Wasmeier átti farsælan feril sem skíðamaður.Getty/Sven Hoppe Vonn vann á sínum ferli meðal annars þrenn Ólympíuverðlaun, átta verðlaun á heimsmeistaramótum og 82 heimsbikarmót. Wasmeier vill að hún njóti einfaldlega þess sem hún afrekaði á sínum ferli, í stað þess að snúa aftur. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Skíðaíþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Vonn er sögð stefna á að snúa aftur til keppni í Beaver Creek í Colorado um miðjan desember. Á meðan margir eru eflaust spenntir fyrir þeirri hugmynd að sjá þessa mögnuðu skíðakonu snúa aftur, eftir að hún neyddist til að hætta vegna meiðsla, eru ekki allir jafnhrifnir. Þeirra á meðal er hinn 61 árs gamli Wasmeier, tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, en hann tjáði sig um málið á sjónvarpsstöðinni Sport 1. „Að mínu mati er þetta bara einhver sýning. Þetta jaðrar við að vera hneyksli,“ sagði Wasmeier sem telur hreinlega hættulegt fyrir Vonn að ætla að bruna niður brekkurnar að nýju í baráttu við þær bestu í heimi, orðin 40 ára gömul. „Hún er að gera einhverja sýningu úr þessu. Ég get ekki séð þetta fyrir mér öðruvísi,“ sagði Wasmeier. Markus Wasmeier átti farsælan feril sem skíðamaður.Getty/Sven Hoppe Vonn vann á sínum ferli meðal annars þrenn Ólympíuverðlaun, átta verðlaun á heimsmeistaramótum og 82 heimsbikarmót. Wasmeier vill að hún njóti einfaldlega þess sem hún afrekaði á sínum ferli, í stað þess að snúa aftur. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier.
Skíðaíþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira