Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 07:50 SigurÝur Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30. Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30.
Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira