Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:31 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar er við kosningaeftirlit í Michigan í Bandaríkjunum. Michigan er eitt svokallaðra sveifluríkja. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00
Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51