Það sem af er ári hafa lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Við ræðum við framkvæmdastjóri Barnaverndar sem segir málin harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist.
Þá kíkjum við á baráttufund foreldra í ráðhúsinu og hittum foreldri sem segist takast á við kennaraverkfall með æðruleysi og yfirdrætti. Auk þess förum við á folaldasýningu, hittum lyftingarkonu sem setti Norðurlandamet um helgina og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til oddvita Sósíalista.