Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2024 08:07 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var einn helsti andstæðingur stjórnarskrárbreytingartillögunnar. Paul Hennessy/Getty Samhliða forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær voru atkvæði greidd um rétt kvenna til þungunarrofs í nokkrum ríkjum. Íbúar Flórída urðu fyrstir til þess að fella tillögu um stjórnarskrárbreytingu sem festir réttinn í sessi. Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu. Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu.
Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent