Segir æðislegt að fá Aron til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Bjarki Már Elísson vonast eftir því að sjá marga í Laugardalshöllinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta mæta Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld í undankeppni EM 2026. Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira