Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar 6. nóvember 2024 10:32 Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar