Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:30 Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun