Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar 7. nóvember 2024 08:46 Verkfall er síðasta úrræði launþega í kjarabaráttu. Verkfall þarf því að bíta ef það á að hafa áhrif. Kennarar eru hins vegar ekki í alvöru verkfalli sem ætlað er að bíta. Þeir eru í baunabyssuverkfalli sem hefur engin áhrif á viðsemjendur þeirra. Einu áhrifin eru að ergja þá sem verða fyrir baunaskotunum - börn í nokkrum skólum, foreldra þeirra, afa og ömmur, önnur skyldmenni svo og vinnuveitendur foreldranna. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu. Því síður samninganefnd kennara. Enda eru samningafundir fáir og ekkert að gerast. Formaður kennara krefst þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin höggvi á hnútinn og láti undan kröfunum. Samt veit hann að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess. „Okkur verður ekki hvikað,“ segir kennaraformaðurinn. Er ætlun hans þá að halda úti skæruverkföllunum þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð? Eiga að líða mánuðir þangað til börnin komast aftur í skólann? Baunabyssuverkföllin hafa engu breytt og munu engu breyta í þessari kjarabaráttu. Það er hreinlegast fyrir kennaraforystuna að láta gott heita í þeim efnum. Eða þá ganga rösklega til verks og boða allsherjarverkfall kennara. Það skiptir engu máli í þessari umræðu hvort kennarar eigi skilið betri kjör eða ekki. Lausn á því fæst ekki núna, þegar ríkisstjórnin er varla nema nafnið, kosningar framundan og sveitarfélögin að klára fjárhagsáætlanir. Réttast væri að kennarar tækju sér hlé frá því að reyna að þvinga fram kjarabætur og héldu svo samtalinu áfram eftir kosningar við stjórnvöld sem hafa skýrt umboð og bera ábyrgð. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Verkfall er síðasta úrræði launþega í kjarabaráttu. Verkfall þarf því að bíta ef það á að hafa áhrif. Kennarar eru hins vegar ekki í alvöru verkfalli sem ætlað er að bíta. Þeir eru í baunabyssuverkfalli sem hefur engin áhrif á viðsemjendur þeirra. Einu áhrifin eru að ergja þá sem verða fyrir baunaskotunum - börn í nokkrum skólum, foreldra þeirra, afa og ömmur, önnur skyldmenni svo og vinnuveitendur foreldranna. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu. Því síður samninganefnd kennara. Enda eru samningafundir fáir og ekkert að gerast. Formaður kennara krefst þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin höggvi á hnútinn og láti undan kröfunum. Samt veit hann að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess. „Okkur verður ekki hvikað,“ segir kennaraformaðurinn. Er ætlun hans þá að halda úti skæruverkföllunum þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð? Eiga að líða mánuðir þangað til börnin komast aftur í skólann? Baunabyssuverkföllin hafa engu breytt og munu engu breyta í þessari kjarabaráttu. Það er hreinlegast fyrir kennaraforystuna að láta gott heita í þeim efnum. Eða þá ganga rösklega til verks og boða allsherjarverkfall kennara. Það skiptir engu máli í þessari umræðu hvort kennarar eigi skilið betri kjör eða ekki. Lausn á því fæst ekki núna, þegar ríkisstjórnin er varla nema nafnið, kosningar framundan og sveitarfélögin að klára fjárhagsáætlanir. Réttast væri að kennarar tækju sér hlé frá því að reyna að þvinga fram kjarabætur og héldu svo samtalinu áfram eftir kosningar við stjórnvöld sem hafa skýrt umboð og bera ábyrgð. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun