„Þetta er liðið hans Höskuldar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:31 Höskuldur Gunnlaugsson á ferðinni í úrslitaleik Bestu deildar karla þar sem Breiðablik vann Víking, 0-3. vísir/anton Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í Bestu deildinni í sumar og var markahæstur Blika með níu mörk. Hann var svo valinn besti leikmaður deildarinnar, bæði af leikmönnum hennar og Stúkunni. „Maður tók eftir því þegar þetta fór að ganga hjá þeim að þetta er liðið hans Höskuldar,“ sagði Atli Viðar. „Hann er andlegur leiðtogi þessa liðs, mjög áberandi í seinni umferðinni, er með þetta svolítið á herðunum og stendur svo sannarlega undir því.“ Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður framan af tímabili en var færður inn á miðjuna eftir 2-2 jafntefli við Vestra um mitt mót. „Ástæðan fyrir því að hann er valinn bestur er þegar hann er kominn inn á miðsvæðið getur hann haft meiri áhrif en þegar hann var bakvörður sem færði sig inn á miðjuna og kom þannig inn í uppspilið,“ sagði Baldur. „Eigum við að segja að þetta sé eðlileg þróun hjá leikmanni eins og Höskuldi, að vera hluti af þessu góða Breiðabliksliði og hvernig hann hefur alltaf stigið meira og meira upp, kominn með ótrúlega mikla reynslu og manni finnst alltaf svona strákar eiga skilið að fá svona verðlaun. Kannski verður hann aftur valinn bestur en ég er alltaf ánægður þegar það eru ekki bara markaskorarar eins og Atli,“ bætti Baldur léttur við. Höskuldur er annar leikmaður Breiðabliks sem er valinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Alfreð Finnbogason fékk þá nafnbót þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 2010. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í Bestu deildinni í sumar og var markahæstur Blika með níu mörk. Hann var svo valinn besti leikmaður deildarinnar, bæði af leikmönnum hennar og Stúkunni. „Maður tók eftir því þegar þetta fór að ganga hjá þeim að þetta er liðið hans Höskuldar,“ sagði Atli Viðar. „Hann er andlegur leiðtogi þessa liðs, mjög áberandi í seinni umferðinni, er með þetta svolítið á herðunum og stendur svo sannarlega undir því.“ Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður framan af tímabili en var færður inn á miðjuna eftir 2-2 jafntefli við Vestra um mitt mót. „Ástæðan fyrir því að hann er valinn bestur er þegar hann er kominn inn á miðsvæðið getur hann haft meiri áhrif en þegar hann var bakvörður sem færði sig inn á miðjuna og kom þannig inn í uppspilið,“ sagði Baldur. „Eigum við að segja að þetta sé eðlileg þróun hjá leikmanni eins og Höskuldi, að vera hluti af þessu góða Breiðabliksliði og hvernig hann hefur alltaf stigið meira og meira upp, kominn með ótrúlega mikla reynslu og manni finnst alltaf svona strákar eiga skilið að fá svona verðlaun. Kannski verður hann aftur valinn bestur en ég er alltaf ánægður þegar það eru ekki bara markaskorarar eins og Atli,“ bætti Baldur léttur við. Höskuldur er annar leikmaður Breiðabliks sem er valinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Alfreð Finnbogason fékk þá nafnbót þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 2010. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46
Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16