„Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2024 09:32 KR-ingar enduðu tímabilið af krafti. vísir/anton Spennandi tímar eru í vændum hjá KR að mati Baldurs Sigurðssonar og Atla Viðars Björnssonar. Þeir segja að KR-ingar megi alveg láta sig hlakka til komandi tíma hjá félaginu. KR vann síðustu fjóra leiki sína á nýafstöðnu tímabili með markatölunni 19-1. Erfiðu og skrautlegu tímabili í Vesturbænum lauk því á jákvæðum nótum. Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við KR um mitt tímabil og undanfarnar vikur hefur liðið sankað að sér leikmönnum. Þá munu KR-ingar spila á gervigrasi frá og með næsta tímabili. „Ég held að KR-ingar hlakki til og séu spenntir fyrir því sem Óskar ætlar að bjóða þeim upp á næstu árin,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið í Bestu deild karla var gert upp. „Það er nýtt yfirborð á vellinum og mikið af nýjum andlitum að koma inn, mikið af uppöldum KR-ingum, þannig að ég skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal,“ bætti Atli Viðar við. Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn aftur í KR eftir nokkra útlegð.vísir/anton KR hefur alls samið við níu leikmenn undanfarnar vikur. Júlíus Mar Júlíusson, Óliver Dagur Thorlacius og Halldór Snær Georgsson komu frá Fjölni, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu, Hjalti Sigurðsson frá Leikni, Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi og Róbert Elís Hlynsson frá ÍR. En hvaða leikmönnum eru þeir Atli Viðar og Baldur spenntastir fyrir? „Mér finnst þeir meira vera að sækja hóp heldur en einstaklinga sem eiga að ráða úrslitum. En mér finnst Jakob Húsvíkingur, nærsveitungi Baldurs, vera ótrúlega spennandi leikmaður og ég hlakka til að sjá hvað hann gerir í KR-treyjunni, bæði í náinni framtíð og ef við horfum aðeins lengra, hversu hröð þróun verður á honum sem leikmanni,“ sagði Atli Viðar. „Þú tókst minn mann, sem ég ætlaði að nefna hann,“ sagði Baldur léttur. „En ég var aðeins búinn að horfa til Fjölnisstrákanna. Við vorum búnir að fara yfir þetta. Vörnin og markvarslan var risastórt vandamál í sumar. Guy Smit var óútreiknanlegur. Halldór var ungur markvörður í Fjölni þetta eina ár mitt þar og það verður mjög spennandi að sjá hvort hann nái að festa sig í sessi hjá KR. Svo auðvitað Júlíus Mar. Það fara gríðarlega góðar sögur af honum og hann hlýtur að vera púsl inn í varnarleikinn, að ná að fínstilla hann.“ KR endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Liðið var lengst af tímabils í fallbaráttu en kom þér þaðan með góðum endaspretti. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla KR Besta sætið Tengdar fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 7. nóvember 2024 15:31 „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Valur stendur Breiðabliki og Víkingi, bestu liðum Bestu deildar karla, langt að baki og getur ekki stytt sér leið á toppinn. Þetta sagði Baldur Sigurðsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið 2024 í Bestu deild karla var gert upp. 7. nóvember 2024 14:32 „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
KR vann síðustu fjóra leiki sína á nýafstöðnu tímabili með markatölunni 19-1. Erfiðu og skrautlegu tímabili í Vesturbænum lauk því á jákvæðum nótum. Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við KR um mitt tímabil og undanfarnar vikur hefur liðið sankað að sér leikmönnum. Þá munu KR-ingar spila á gervigrasi frá og með næsta tímabili. „Ég held að KR-ingar hlakki til og séu spenntir fyrir því sem Óskar ætlar að bjóða þeim upp á næstu árin,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið í Bestu deild karla var gert upp. „Það er nýtt yfirborð á vellinum og mikið af nýjum andlitum að koma inn, mikið af uppöldum KR-ingum, þannig að ég skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal,“ bætti Atli Viðar við. Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn aftur í KR eftir nokkra útlegð.vísir/anton KR hefur alls samið við níu leikmenn undanfarnar vikur. Júlíus Mar Júlíusson, Óliver Dagur Thorlacius og Halldór Snær Georgsson komu frá Fjölni, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu, Hjalti Sigurðsson frá Leikni, Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi og Róbert Elís Hlynsson frá ÍR. En hvaða leikmönnum eru þeir Atli Viðar og Baldur spenntastir fyrir? „Mér finnst þeir meira vera að sækja hóp heldur en einstaklinga sem eiga að ráða úrslitum. En mér finnst Jakob Húsvíkingur, nærsveitungi Baldurs, vera ótrúlega spennandi leikmaður og ég hlakka til að sjá hvað hann gerir í KR-treyjunni, bæði í náinni framtíð og ef við horfum aðeins lengra, hversu hröð þróun verður á honum sem leikmanni,“ sagði Atli Viðar. „Þú tókst minn mann, sem ég ætlaði að nefna hann,“ sagði Baldur léttur. „En ég var aðeins búinn að horfa til Fjölnisstrákanna. Við vorum búnir að fara yfir þetta. Vörnin og markvarslan var risastórt vandamál í sumar. Guy Smit var óútreiknanlegur. Halldór var ungur markvörður í Fjölni þetta eina ár mitt þar og það verður mjög spennandi að sjá hvort hann nái að festa sig í sessi hjá KR. Svo auðvitað Júlíus Mar. Það fara gríðarlega góðar sögur af honum og hann hlýtur að vera púsl inn í varnarleikinn, að ná að fínstilla hann.“ KR endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Liðið var lengst af tímabils í fallbaráttu en kom þér þaðan með góðum endaspretti. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla KR Besta sætið Tengdar fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 7. nóvember 2024 15:31 „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Valur stendur Breiðabliki og Víkingi, bestu liðum Bestu deildar karla, langt að baki og getur ekki stytt sér leið á toppinn. Þetta sagði Baldur Sigurðsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið 2024 í Bestu deild karla var gert upp. 7. nóvember 2024 14:32 „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
„Þetta er liðið hans Höskuldar“ Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 7. nóvember 2024 15:31
„Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Valur stendur Breiðabliki og Víkingi, bestu liðum Bestu deildar karla, langt að baki og getur ekki stytt sér leið á toppinn. Þetta sagði Baldur Sigurðsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið 2024 í Bestu deild karla var gert upp. 7. nóvember 2024 14:32
„Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46
Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16