Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Margrét Helga Erlingsdóttir. skrifar 7. nóvember 2024 15:13 Svona er útlitið fram á kvöld en veðurviðvörunum verður aflétt á miðnætti. Veður.is Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira