Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 16:32 Nikolaj Hansen kom Víkingum á bragðið í Kópavogi í dag. vísir/Anton Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira