Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Friðrik Erlingsson Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun