Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 14:04 Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, sem hélt upp á 25 ára afmælið sitt í vikunni að viðstöddu fjölmenni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum. Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira