Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2024 13:02 Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjarvinna Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun