Fótbolti

Liðsfélaginn náði þriggja marka for­skoti á Emilíu Kiær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland eru búnir að vinna tíu af tólf leikjum sínum á leiktíðinni.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland eru búnir að vinna tíu af tólf leikjum sínum á leiktíðinni. @fcnordsjaelland

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland náðu í dag þriggja stiga forskot á toppi dönsku deildarinnar eftir 2-0 sigur á B93.

Nordsjælland er með 30 stig úr frystu tólf leikjum sínum eftir tíu sigra og tvö töp. Fortuna Hjörring er í öðru sætinu með 27 stig en á leik inni.

Alma Aagaard kom Nordsjælland strax á 5. mínútu og það stefndi því í stórsigur á móti einu neðsta liði deildarinnar.

Þær þurftu hins vegar að bíða eftir öðru marki þar til að 83. mínútu þegar umrædd Aagaard skoraði aftur.

Stuttu síðar fór Emilía Kiær af velli.

Hin átján ára gamla Aagaard náði þar með þriggja marka forystu á Emilíu í baráttunni um markakóngstitilinn.

Emilía er með sjö mörk í fyrstu tólf umferðunum en Aagaard hefur nú skorað tíu mörk. Samtals hafa þær stöllur skorað sautján mörk af þeim 25 sem Nordsjælland hefur skorað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×