Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Lionel Messi svekkir sig eftir óvænt tap Inter Miami á móti Atlanta United í nótt. Getty/Megan Briggs Deildarmeistarar Inter Miami eru óvænt úr leik í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í fótbolta eftir 3-2 tap á móti Atlanta United í oddaleik í nótt. Dagur Dan Þórhallsson komst hins vegar áfram með Orlando City en missti vegna taps Inter af tækifærinu á því að mæta Messi. Þetta var þriðji leikur Inter Miami og Atlanta United en bæði lið höfðu unnið sitthvorn 2-1 sigurinn í fyrri leikjum. Inter varð deildarmeistari með sannfærandi hætti og þetta eru því ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppni MLS. Lionel Messi virtist þó hafa bjargað Inter liðinu þegar hann jafnaði metin í 2-2 en Atlanta United tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum deildanna með marki Bartosz Slisz á 76. mínútu. Atlanta skoraði sigurmarkið á meðan varnarmaður Inter lá í vítateignum og liðsfélegar hans sóttust eftir því að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og Atlanta United refsaði þeim hinum megin á vellinum. Matías Rojas kom Miami yfir í leiknum á 17. mínútu en Atlanta svaraði með tveimur mörkum frá Jamal Thiaré á næstu fjórum mínútum. Messi jafnaði metin á 65. mínútu en sigurmakrið kom ellefu mínútum síðar. Inter Miami var með yfir þrjú í xG (áætluð mörk), var 64 prósent með boltann og reyndi 25 skot að marki Atlanta. Allt kom fyrir ekki og tímabilið er á enda hjá Messi og félögum. Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City komust áfram úr sínu einvígi en þurftu vítakeppni til að vinna Charlotte. Bæði lið höfðu unnið einn leik hvort fyrir þennan oddaleik. Dagur Dan var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu. Charlotte komst yfir á 81. mínútu en Facundo Torres jafnaði metin fyrir Orlando á tólftu mínútu í uppbótatíma þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Orlando menn nýttu allar fjórar vítaspyrnur sínar í vítakeppninni en Charlotte klikkaði á tveimur fyrstu sínum og fékk á endanum aðeins að taka þrjár spyrnur því úrslitin voru ráðin. Orlando City mætir Atlanta United í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Inter Miami og Atlanta United en bæði lið höfðu unnið sitthvorn 2-1 sigurinn í fyrri leikjum. Inter varð deildarmeistari með sannfærandi hætti og þetta eru því ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppni MLS. Lionel Messi virtist þó hafa bjargað Inter liðinu þegar hann jafnaði metin í 2-2 en Atlanta United tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum deildanna með marki Bartosz Slisz á 76. mínútu. Atlanta skoraði sigurmarkið á meðan varnarmaður Inter lá í vítateignum og liðsfélegar hans sóttust eftir því að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og Atlanta United refsaði þeim hinum megin á vellinum. Matías Rojas kom Miami yfir í leiknum á 17. mínútu en Atlanta svaraði með tveimur mörkum frá Jamal Thiaré á næstu fjórum mínútum. Messi jafnaði metin á 65. mínútu en sigurmakrið kom ellefu mínútum síðar. Inter Miami var með yfir þrjú í xG (áætluð mörk), var 64 prósent með boltann og reyndi 25 skot að marki Atlanta. Allt kom fyrir ekki og tímabilið er á enda hjá Messi og félögum. Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City komust áfram úr sínu einvígi en þurftu vítakeppni til að vinna Charlotte. Bæði lið höfðu unnið einn leik hvort fyrir þennan oddaleik. Dagur Dan var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu. Charlotte komst yfir á 81. mínútu en Facundo Torres jafnaði metin fyrir Orlando á tólftu mínútu í uppbótatíma þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Orlando menn nýttu allar fjórar vítaspyrnur sínar í vítakeppninni en Charlotte klikkaði á tveimur fyrstu sínum og fékk á endanum aðeins að taka þrjár spyrnur því úrslitin voru ráðin. Orlando City mætir Atlanta United í undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira