Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 14:06 Tryggvi Snær Hlinason var öflugur undir körfunni í spænska körfuboltanum í dag eins og við þekkjum svo vel í leikjum íslenska landsliðsins. Getty/Serhat Cagdas Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket urðu að sætta sig við svekkjandi tap á útivelli í æsispennandi leik við Basquet Girona, 100-94, í spænsku ACB deildinni í körfubolta í dag. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu eftir að Bilbao hafði verið yfir stærstan hluta leiksins. Tryggvi átti sinn besta leik á tímabilinu og var langstighæstur í sínu liði með 24 stig. Íslenski landsliðsmiðherjinn átti fullkominn leik því hann klikkaði ekki á skoti í leiknum, hitti úr öllum níu skotum sínum utan af velli og öllum sex vítum sínum. Tryggvi skoraði þessi 24 stig á 26 mínútu, hann tók 7 fráköst, tróð boltanum þrisvar í körfuna og varði 1 skot. Bilbao vann með þremur stigum þegar hann var inn á vellinum. Tryggvi jafnaði með þessu sinn besta persónulega árangur en hann hafði mest áður skorað 24 stig í einum leik í ACB-deildinni en það gerði hann fyrir Zaragoza liðið í janúar 2021. Tryggvi var kominn með fimm stig eftir fyrsta leikhlutann og Bilbao leiddi þá með sex stigum, 23-17. Tryggvi hitti úr fjórum fyrstu skotum sínum og var kominn með níu stig á fyrstu átta mínútum sínum. Bilbao missti niður forskotið þegar hann settist á bekkinn og var bara þremur stigum yfir fyrir hálfeik, 39-36. Bilbao byrjaði seinni hálfleikinn 8-2 og var áfram með frumkvæðið. Liðið var engu að síður bara þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-58. Fjórði og síðasti leikhlutinn var síðan æsispennandi. Tryggvi fór þar fyrir sínu liði, skoraði ellefu stig í leikhlutanum. Girona tókst samt að taka forystuna með góðum endakafla og endanlega með því að setja niður þriggja stiga skot þrettán sekúndum fyrir leikslok. Tryggvi tryggði Bilbao framlengingu með því að taka sóknarfrákast og skila boltanum í körfuna á síðustu sekúndunum. 88-88 og framlenging því staðreynd. Girona skoraði átta fyrstu stigin í framlengingunni og landaði síðan flottum endurkomusigri. Spænski körfuboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu eftir að Bilbao hafði verið yfir stærstan hluta leiksins. Tryggvi átti sinn besta leik á tímabilinu og var langstighæstur í sínu liði með 24 stig. Íslenski landsliðsmiðherjinn átti fullkominn leik því hann klikkaði ekki á skoti í leiknum, hitti úr öllum níu skotum sínum utan af velli og öllum sex vítum sínum. Tryggvi skoraði þessi 24 stig á 26 mínútu, hann tók 7 fráköst, tróð boltanum þrisvar í körfuna og varði 1 skot. Bilbao vann með þremur stigum þegar hann var inn á vellinum. Tryggvi jafnaði með þessu sinn besta persónulega árangur en hann hafði mest áður skorað 24 stig í einum leik í ACB-deildinni en það gerði hann fyrir Zaragoza liðið í janúar 2021. Tryggvi var kominn með fimm stig eftir fyrsta leikhlutann og Bilbao leiddi þá með sex stigum, 23-17. Tryggvi hitti úr fjórum fyrstu skotum sínum og var kominn með níu stig á fyrstu átta mínútum sínum. Bilbao missti niður forskotið þegar hann settist á bekkinn og var bara þremur stigum yfir fyrir hálfeik, 39-36. Bilbao byrjaði seinni hálfleikinn 8-2 og var áfram með frumkvæðið. Liðið var engu að síður bara þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-58. Fjórði og síðasti leikhlutinn var síðan æsispennandi. Tryggvi fór þar fyrir sínu liði, skoraði ellefu stig í leikhlutanum. Girona tókst samt að taka forystuna með góðum endakafla og endanlega með því að setja niður þriggja stiga skot þrettán sekúndum fyrir leikslok. Tryggvi tryggði Bilbao framlengingu með því að taka sóknarfrákast og skila boltanum í körfuna á síðustu sekúndunum. 88-88 og framlenging því staðreynd. Girona skoraði átta fyrstu stigin í framlengingunni og landaði síðan flottum endurkomusigri.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins