Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 19:37 Myndefnið var tekið í september. vísir Nýtt myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með spörkum og þeim veitt högg. Íslenskur dýraverndunarsinni segir umrætt myndefni sýna ljótan veruleika sem blóðmerar búa við. Myndefnið sem sýnt er í fréttinni var tekið í ónefndri íslenskri sveit í september á síðasta blóðtökutímabili. Þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafa undir höndum gríðarlegt magn af sambærilegu myndefni sem tekið var upp á sex mismunandi sveitarbæjum í haust. Þau hafa einvörðungu yfirfarið um helming myndefnisins. Samtökin vöktu mikla athygli árið 2021 fyrir heimildarmynd um blóðmerarhald á Íslandi. Matvælastofnun nefnir sérstaklega velferð hryssnanna við rekstur í rétt og nærgætni í umgengni í skilyrðum sem stofnunin setur fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Í ágúst urðu umrædd dýraverndunarsamtök fyrir miklum vonbrigðum þegar MAST ákvað að falla frá rannsókn á meintu dýraníði vegna skorts á sönnunargögnum í máli þar sem í forgrunni var myndefni úr heimildarmynd samtakanna. Dýraverndunarsamtökunum þótti augljóst að maður hefði sparkað í andlit hryssu sem föst var við blóðtökubás umrætt sinn. Verði að stöðva „þarflausan þjáningahring“ Það sem sést á hinu nýja myndefni kemur dýravininum og hestakonunni Rósu Líf Darradóttur ekki á óvart því hún segir ekki mögulegt að framkvæma þetta með sómasamlegum hætti. „Þær eru skelfingu losnar, hryssurnar, það að setja hest inn í þröngan blóðtökubás og binda höfuðið á honum upp og strappa bakið niður, stinga hann í hálsinn með þykkri nál eru örugglega verstu aðstæður sem þú getur sett hesta í, vegna þess að þeir eru flóttadýr. Og þeir vilja flýja slæmar aðstæður.“ Úr blóði hinna fylfullu hryssna er að finna hormón sem fyrirtækið Ísteka einangrar og kemur í sölu. „Er einhver þörf fyrir þetta hormón? Við erum að pína íslenskar hryssur til að pína erlendar gyltur eða svín í verksmiðjubuskap til að auka frjósemi þeirra og aðstæðurnar sem þessi svin búa við eru alveg ömurlegar, þannig að að má segja að þetta sé einhvers konar þarflaus þjáningarhringur sem við verðum að stöðva.“ Blóðmerahald Hestar Tengdar fréttir Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Myndefnið sem sýnt er í fréttinni var tekið í ónefndri íslenskri sveit í september á síðasta blóðtökutímabili. Þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafa undir höndum gríðarlegt magn af sambærilegu myndefni sem tekið var upp á sex mismunandi sveitarbæjum í haust. Þau hafa einvörðungu yfirfarið um helming myndefnisins. Samtökin vöktu mikla athygli árið 2021 fyrir heimildarmynd um blóðmerarhald á Íslandi. Matvælastofnun nefnir sérstaklega velferð hryssnanna við rekstur í rétt og nærgætni í umgengni í skilyrðum sem stofnunin setur fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Í ágúst urðu umrædd dýraverndunarsamtök fyrir miklum vonbrigðum þegar MAST ákvað að falla frá rannsókn á meintu dýraníði vegna skorts á sönnunargögnum í máli þar sem í forgrunni var myndefni úr heimildarmynd samtakanna. Dýraverndunarsamtökunum þótti augljóst að maður hefði sparkað í andlit hryssu sem föst var við blóðtökubás umrætt sinn. Verði að stöðva „þarflausan þjáningahring“ Það sem sést á hinu nýja myndefni kemur dýravininum og hestakonunni Rósu Líf Darradóttur ekki á óvart því hún segir ekki mögulegt að framkvæma þetta með sómasamlegum hætti. „Þær eru skelfingu losnar, hryssurnar, það að setja hest inn í þröngan blóðtökubás og binda höfuðið á honum upp og strappa bakið niður, stinga hann í hálsinn með þykkri nál eru örugglega verstu aðstæður sem þú getur sett hesta í, vegna þess að þeir eru flóttadýr. Og þeir vilja flýja slæmar aðstæður.“ Úr blóði hinna fylfullu hryssna er að finna hormón sem fyrirtækið Ísteka einangrar og kemur í sölu. „Er einhver þörf fyrir þetta hormón? Við erum að pína íslenskar hryssur til að pína erlendar gyltur eða svín í verksmiðjubuskap til að auka frjósemi þeirra og aðstæðurnar sem þessi svin búa við eru alveg ömurlegar, þannig að að má segja að þetta sé einhvers konar þarflaus þjáningarhringur sem við verðum að stöðva.“
Blóðmerahald Hestar Tengdar fréttir Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09