Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 08:31 Barbora Krejcikova hefur svarað fyrir sig eftir að blaðamaður hæddist að útliti hennar. getty/Artur Widak Barbora Krejcikova, sem vann Wimbledon-mótið í tennis í ár, hefur gagnrýnt blaðamann vegna ummæla hans um útlit hennar. Í beinni útsendingu Tennis Channel frá WTA Finals í Sádi-Arabíu henti blaðamaðurinn Jon Wertheim gaman að enni Krejcikovu. Hún fékk veður af ummælunum og gerði þau að umtalsefni á X-inu. „Þú gætir hafa heyrt um ummælin í lýsingu Tennis Channel frá WTA Finals þar sem einblínt var á útlit mitt en ekki frammistöðu,“ skrifaði Krejcikova á X. „Sem íþróttakona sem hefur helgað sig þessari íþrótt varð ég fyrir vonbrigðum að sjá svona ófagleg ummæli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona gerist í íþróttaheiminum. Oft hef ég ekki kosið að láta í mér heyra en ég held að það sé kominn tími á að ítreka þörfina á virðingu og fagmennsku í íþróttafréttamennsku. Augnablik sem þessi draga athyglina frá hinu sanna eðli íþróttanna og alls þess sem íþróttafólk leggur í þær.“ You might have heard about the recent comments made on Tennis Channel during the WTA Finals coverage that focused on my appearance rather than my performance. As an athlete who has dedicated herself to this sport, it was disappointing to see this type of unprofessional (cont.)— Barbora Krejcikova (@BKrejcikova) November 10, 2024 Wertheim hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri í loftinu þegar hann lét ummælin falla en segist samt ekki eiga sér neinar málsbætur. Tennis Channel setti Wertheim til hliðar eftir að ummæli hans fóru á flug. Sjónvarpsstöðin hefur beðið Krejcikovu afsökunar á þeim. Tennis Fjölmiðlar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Í beinni útsendingu Tennis Channel frá WTA Finals í Sádi-Arabíu henti blaðamaðurinn Jon Wertheim gaman að enni Krejcikovu. Hún fékk veður af ummælunum og gerði þau að umtalsefni á X-inu. „Þú gætir hafa heyrt um ummælin í lýsingu Tennis Channel frá WTA Finals þar sem einblínt var á útlit mitt en ekki frammistöðu,“ skrifaði Krejcikova á X. „Sem íþróttakona sem hefur helgað sig þessari íþrótt varð ég fyrir vonbrigðum að sjá svona ófagleg ummæli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona gerist í íþróttaheiminum. Oft hef ég ekki kosið að láta í mér heyra en ég held að það sé kominn tími á að ítreka þörfina á virðingu og fagmennsku í íþróttafréttamennsku. Augnablik sem þessi draga athyglina frá hinu sanna eðli íþróttanna og alls þess sem íþróttafólk leggur í þær.“ You might have heard about the recent comments made on Tennis Channel during the WTA Finals coverage that focused on my appearance rather than my performance. As an athlete who has dedicated herself to this sport, it was disappointing to see this type of unprofessional (cont.)— Barbora Krejcikova (@BKrejcikova) November 10, 2024 Wertheim hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri í loftinu þegar hann lét ummælin falla en segist samt ekki eiga sér neinar málsbætur. Tennis Channel setti Wertheim til hliðar eftir að ummæli hans fóru á flug. Sjónvarpsstöðin hefur beðið Krejcikovu afsökunar á þeim.
Tennis Fjölmiðlar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira