Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. nóvember 2024 10:31 Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun