Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2024 08:26 Verkfall hefst í MR á mánudaginn verði ekki samið fyrir þann tíma. Vilhelm Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Ef ekki verður samið á næstu dögum hefst verkfall í MR á mánudaginn kemur. Foreldrarnir segjast skilja og virða réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. „Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt,“ segir ennfremur. Stjórnin bendir þó á að verkfallsvopninu sé hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum MR. „Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan.“ Foreldrarnir benda einnig á úrskurð Umboðsmanns barna á dögunum þar sem segir að börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli sé mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Foreldrarnir benda á að viðræður milli aðila hafi því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. „Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum,“ segir að lokum. Yfirlýsingin í heild sinni: Reykjavík, 12. nóvember 2024 Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík hefur þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Við skiljum og virðum réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt. Verkfallsvopninu er hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum Menntaskólans. Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan. Eins og fram kemur í úrskurði Umboðsmanns barna[1]: „Þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Að mati umboðsmanns barna er börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar“. Stjórnin leggur áherslu á orð umboðsmanns barna og bendir á alvarlegar afleiðingar verkfallsins sem getur orðið til þess að „viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis“. Fjarvera frá skóla getur aukið líkur á að börn þrói með sér skólaforðun og fjarveran getur einnig haft „óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annarsstaðar“. Sýnum þessu börnum og ungmennum nærgætni. Nú er í boði að láta ganga betur. Það er skýlaus krafa okkar að samningsaðilar vinni hratt og markvisst að lausn deilunnar þannig að fórnarkostnaðurinn leggist ekki á þessa nemendur. Þótt úrlausn kjarasamningsákvæða frá 2016 sé flókið mál og nái til fleiri hópa en kennara er nauðsynlegt að finna lausn á því. Viðræður milli aðila hafa því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum. Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík. Kennaraverkfall 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember. 9. nóvember 2024 15:20 Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Ef ekki verður samið á næstu dögum hefst verkfall í MR á mánudaginn kemur. Foreldrarnir segjast skilja og virða réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. „Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt,“ segir ennfremur. Stjórnin bendir þó á að verkfallsvopninu sé hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum MR. „Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan.“ Foreldrarnir benda einnig á úrskurð Umboðsmanns barna á dögunum þar sem segir að börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli sé mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Foreldrarnir benda á að viðræður milli aðila hafi því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. „Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum,“ segir að lokum. Yfirlýsingin í heild sinni: Reykjavík, 12. nóvember 2024 Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík hefur þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Við skiljum og virðum réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt. Verkfallsvopninu er hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum Menntaskólans. Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan. Eins og fram kemur í úrskurði Umboðsmanns barna[1]: „Þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Að mati umboðsmanns barna er börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar“. Stjórnin leggur áherslu á orð umboðsmanns barna og bendir á alvarlegar afleiðingar verkfallsins sem getur orðið til þess að „viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis“. Fjarvera frá skóla getur aukið líkur á að börn þrói með sér skólaforðun og fjarveran getur einnig haft „óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annarsstaðar“. Sýnum þessu börnum og ungmennum nærgætni. Nú er í boði að láta ganga betur. Það er skýlaus krafa okkar að samningsaðilar vinni hratt og markvisst að lausn deilunnar þannig að fórnarkostnaðurinn leggist ekki á þessa nemendur. Þótt úrlausn kjarasamningsákvæða frá 2016 sé flókið mál og nái til fleiri hópa en kennara er nauðsynlegt að finna lausn á því. Viðræður milli aðila hafa því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum. Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík.
Yfirlýsingin í heild sinni: Reykjavík, 12. nóvember 2024 Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík hefur þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Við skiljum og virðum réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt. Verkfallsvopninu er hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum Menntaskólans. Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan. Eins og fram kemur í úrskurði Umboðsmanns barna[1]: „Þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Að mati umboðsmanns barna er börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar“. Stjórnin leggur áherslu á orð umboðsmanns barna og bendir á alvarlegar afleiðingar verkfallsins sem getur orðið til þess að „viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis“. Fjarvera frá skóla getur aukið líkur á að börn þrói með sér skólaforðun og fjarveran getur einnig haft „óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annarsstaðar“. Sýnum þessu börnum og ungmennum nærgætni. Nú er í boði að láta ganga betur. Það er skýlaus krafa okkar að samningsaðilar vinni hratt og markvisst að lausn deilunnar þannig að fórnarkostnaðurinn leggist ekki á þessa nemendur. Þótt úrlausn kjarasamningsákvæða frá 2016 sé flókið mál og nái til fleiri hópa en kennara er nauðsynlegt að finna lausn á því. Viðræður milli aðila hafa því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum. Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík.
Kennaraverkfall 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember. 9. nóvember 2024 15:20 Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember. 9. nóvember 2024 15:20
Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57