Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Foreldrar í leikskólanum Sólborg hafa gagnrýnt mengun frá bálsofunni. Mengunin hafi áhrif á börnin í leikskólanum. Aðsend Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum. Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum.
Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32