Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Foreldrar í leikskólanum Sólborg hafa gagnrýnt mengun frá bálsofunni. Mengunin hafi áhrif á börnin í leikskólanum. Aðsend Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum. Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum.
Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32