Skautadiskó til styrktar góðu málefni Skautadiskó 16. nóvember 2024 10:00 Vinir Þorsteins Elfars standa fyrir skautadiskói á morgun sunnudag í Egilshöll til styrktar fjölskyldu hans en Þorsteinn greindist nýlega með hvítblæði. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem hefst kl. 11. Myndir/Úr einkasafni. Á morgun sunnudag verður slegið upp skautadiskói í Egilshöll til styrktar hinum sex ára Þorsteini Elfari Hróbjartssyni og fjölskyldu hans. Þorsteinn Elfar greindist nýlega með hvítblæði og því ljóst að næstu mánuðir verða krefjandi og erfiðir fyrir hann og fjölskyldu hans. „Skautadiskóið byrjar kl. 11 á morgun og það er varla hægt að hugsa sér betri byrjun á sunnudegi,“ segir Vilhelm Már Bjarnason, einn skipuleggjenda viðburðarins. „Við sem stöndum að þessu viljum auðvitað hvetja sem flest til að mæta, eiga góða stund með fjölskyldunni og styrkja gott málefni um leið.“ Vilhelm Már Bjarnason er einn skipuleggjenda viðburðarins en fjöldi fólks kemur að honum. Undanfarin tvö ár hefur Þorsteinn Elfar æft íshokkí með Birninum. Fjölskylda hans tengist íshokkíhreyfingunni með margvíslegum hætti og situr Guðlaug Ingibjörg móðir hans m.a. í stjórn Íshokkísambands Íslands auk þess að vera íshokkídómari. Þorsteinn Elfar hóf að æfa íshokkí fjögurra ára gamall. „Það kostar litlar 1.500 kr. á skautadiskóið og eru skautar innifaldir. Formleg dagskrá hefst kl. 11 en boðið verður upp á kökusölu, andlitsmálningu fyrir 500 kr. og ilmandi vöfflukaffi fyrir sömu upphæð. Einnig verður boðið upp á lukkuhjól en því er hægt að snúa fyrir 1.000 kr. og við lofum öllum vinningi. Um kl. 11.50 ætlum við svo skauta saman og þá mun Bjarni töframaður sjá um tónlist og skemmtun.“ Eins og gefur að skilja hvílir mikið álag á fjölskyldu Þorsteins Elfars. Á sama tíma finnst þeim líka mikilvægt að geta hlegið og brosað, séð það jákvæða við lífið og tilveruna og samglaðst öðrum. Hér fyrir neðan er texti sem móðir Þorsteins skrifaði til náins hóps um stöðuna. „Þá er fyrsta vikan í þessu verkefni liðin. Það eru mjög margar hugsanir sem fara í gegnum kollinn mans þegar lífið úthlutar verkefni sem þessu. Ein af þeim hugsunum er t.d. hve ósanngjarnt það er að á sama tíma og samnemendur Þorsteins missa tennur þá verður hann að missa hárið vegna lyfjameðferðar. Þorsteinn Elfar hefur staðið sig eins og alvöru illmenni undanfarnar vikur en hann ákvað að takast á við veikindi sín í hlutverki illmennis, í stað hetju eins og flest börn kjósa. En við ætlum að vera þakklát í þessari vegferð! Fyrst ber að nefna að vera þakklát fyrir greininguna - með hana er nefnilega hægt að gefa viðeigandi meðferð! Og sú meðferð er hafin! Eitt að lokum - þótt allt þetta sé í gangi þá er mikilvægt að geta hlegið og brosað, séð þetta jákvæða við lífið og tilveruna og samglaðst öðrum. Ef við gefum okkur ekki smá tíma í það þá værum við bara í fúlum drullupitti næstu árin og það er engin þörf á að þyngja róðurinn neitt meira - bara horfa á þetta jákvæða og taka einn dag í einu ❤️ “ Bjarnarbúðin mun halda utan um söfnunina og ágóðinn rennur allur óskertur til Þorsteins Elfars og fjölskyldu hans. Auk þess mun helmingur andvirðis af seldum vörum merktum Birninum renna til söfnunarinnar. Fyrir þau sem komast ekki, en vilja styrkja söfnunina, er hægt að leggja inn á reikning Bjarnarbúðarinnar, kt. 680818-1420 og reikningsnúmer 1161-15-200818. Skýring: ÞEH. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins. Skautaíþróttir Góðverk Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Sjá meira
„Skautadiskóið byrjar kl. 11 á morgun og það er varla hægt að hugsa sér betri byrjun á sunnudegi,“ segir Vilhelm Már Bjarnason, einn skipuleggjenda viðburðarins. „Við sem stöndum að þessu viljum auðvitað hvetja sem flest til að mæta, eiga góða stund með fjölskyldunni og styrkja gott málefni um leið.“ Vilhelm Már Bjarnason er einn skipuleggjenda viðburðarins en fjöldi fólks kemur að honum. Undanfarin tvö ár hefur Þorsteinn Elfar æft íshokkí með Birninum. Fjölskylda hans tengist íshokkíhreyfingunni með margvíslegum hætti og situr Guðlaug Ingibjörg móðir hans m.a. í stjórn Íshokkísambands Íslands auk þess að vera íshokkídómari. Þorsteinn Elfar hóf að æfa íshokkí fjögurra ára gamall. „Það kostar litlar 1.500 kr. á skautadiskóið og eru skautar innifaldir. Formleg dagskrá hefst kl. 11 en boðið verður upp á kökusölu, andlitsmálningu fyrir 500 kr. og ilmandi vöfflukaffi fyrir sömu upphæð. Einnig verður boðið upp á lukkuhjól en því er hægt að snúa fyrir 1.000 kr. og við lofum öllum vinningi. Um kl. 11.50 ætlum við svo skauta saman og þá mun Bjarni töframaður sjá um tónlist og skemmtun.“ Eins og gefur að skilja hvílir mikið álag á fjölskyldu Þorsteins Elfars. Á sama tíma finnst þeim líka mikilvægt að geta hlegið og brosað, séð það jákvæða við lífið og tilveruna og samglaðst öðrum. Hér fyrir neðan er texti sem móðir Þorsteins skrifaði til náins hóps um stöðuna. „Þá er fyrsta vikan í þessu verkefni liðin. Það eru mjög margar hugsanir sem fara í gegnum kollinn mans þegar lífið úthlutar verkefni sem þessu. Ein af þeim hugsunum er t.d. hve ósanngjarnt það er að á sama tíma og samnemendur Þorsteins missa tennur þá verður hann að missa hárið vegna lyfjameðferðar. Þorsteinn Elfar hefur staðið sig eins og alvöru illmenni undanfarnar vikur en hann ákvað að takast á við veikindi sín í hlutverki illmennis, í stað hetju eins og flest börn kjósa. En við ætlum að vera þakklát í þessari vegferð! Fyrst ber að nefna að vera þakklát fyrir greininguna - með hana er nefnilega hægt að gefa viðeigandi meðferð! Og sú meðferð er hafin! Eitt að lokum - þótt allt þetta sé í gangi þá er mikilvægt að geta hlegið og brosað, séð þetta jákvæða við lífið og tilveruna og samglaðst öðrum. Ef við gefum okkur ekki smá tíma í það þá værum við bara í fúlum drullupitti næstu árin og það er engin þörf á að þyngja róðurinn neitt meira - bara horfa á þetta jákvæða og taka einn dag í einu ❤️ “ Bjarnarbúðin mun halda utan um söfnunina og ágóðinn rennur allur óskertur til Þorsteins Elfars og fjölskyldu hans. Auk þess mun helmingur andvirðis af seldum vörum merktum Birninum renna til söfnunarinnar. Fyrir þau sem komast ekki, en vilja styrkja söfnunina, er hægt að leggja inn á reikning Bjarnarbúðarinnar, kt. 680818-1420 og reikningsnúmer 1161-15-200818. Skýring: ÞEH. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins.
Skautaíþróttir Góðverk Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Sjá meira