Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 09:25 María Kolosnikova brosir til ljósmyndara í dómsal í Minsk í ágúst 2021. Hún er 42 ára tónlistarkona sem varð leiðandi í fjöldamótmælum gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. AP/Ramil Nasibulin/BelTa Helstu mannréttindasamtök Hvíta-Rússlands segja að María Kolesnikova, einn forsprakka mótmæla gegn Viktor Lúkasjenka forseta, hafi fengið að hitta föður sinn. Henni hafði verið meinað um að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini í tuttugu mánuði. Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu.
Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16