Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 11:43 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, þurfti að fjarlægja blys af gervigrasinu í Víkinni eftir að því var kastað inn á völlinn þegar Breiðablik komst í 3-0. Stöð 2 Sport Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki