Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 11:43 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, þurfti að fjarlægja blys af gervigrasinu í Víkinni eftir að því var kastað inn á völlinn þegar Breiðablik komst í 3-0. Stöð 2 Sport Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira