Auk Leikskóla Seltjarnarness stendur yfir verkfall á leikskólunum Ársölum á Sauðárkróki, Drafnarsteini í Reykjavík og Holti í Reykjanesbæ. Verkföllin á leikskólunum eru ótímabundin og hafa foreldrar barna á leikskólunum kvartað yfir því að verið sé að mismuna börnum með verkfallsaðgerðum. Kröfðust foreldrarnir að Kennarasambandið breytti verkfallsaðgerðum sínum í síðustu viku en ekki var orðið við því.
Leikskólakennararnir á Seltjarnarnesi gengu með áletruð skilti á bæjarskrifstofur á Nesinu þar sem Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri ræddi við fólkið. Kennararnir afhentu bæjarstjóra yfirlýsingu og hvöttu hann til að pressa á samninganefnd sveitarfélaganna í viðræðum við Kennarasamband Íslands.
Að neðan má sjá myndband og myndir frá samstöðugöngunni í morgun.













