Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 14:12 Vetrartíð gerði á Norðurlandi í byrjun júní. Bændur supu seyðið af henni. Vísir/Vilhelm Tjón af völdum óvenjulegrar kuldatíðar í vor og sumar hefur verið skráð á fjórða hundrað búa, fyrst og fremst á Norðurlandi. Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að fara yfir tjón bænda og leggja fram tillögur um stuðning við þá. Kuldi gerði bændum á norðanverðu landinu lífið leitt í vor og sumar. Í byrjun júní gerði vetrartíð með snjókomu og gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum. Tjón varð á búfénaði í kuldakastinu, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks og kaltjón varð á túnum. Þá er óvenjufáar sólskilsstundir sagðar hafa leitt til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum. Tjón var skráð á 375 búum vegna búfénaðs, uppskeru, afurðataps og kostnaðar við endursáningu. Þá hafa Bjargráðasjóði borist 123 umsóknir um stuðning vegna kaltjóns allt frá Strandabyggð til Múlaþings. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshóp til að fara yfir tjón bænda vegna kuldatíðarinnar á fundi sínum á föstudag. Hann á að gera tillögur um útfærslur og umfangs stuðningsaðgerða, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hópurinn á að skila matvælaráðherra tillögum í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónum króna verði varið til stuðnings til bænda vegna kaltjónsins. Bjargráðasjóður afgreiðir umsóknir um þann stuðning. Sjóðurinn greiddi út 442 milljónir króna vegna kal- og girðingartjóns sem varð veturinn 2019 til 2020. Þá er áætlað að fjörutíu milljónir króna vanti upp á að fjárheimildir til niðurgreiðslu flutnings og dreifingar raforku til garðyrkjubænda dugi til að ná 95 prósent niðurgreiðsluhlutfalli sem er gert ráð fyrir í samningi ríkisins og Bændasamtakanna. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætis-, matvæla- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Kuldi gerði bændum á norðanverðu landinu lífið leitt í vor og sumar. Í byrjun júní gerði vetrartíð með snjókomu og gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum. Tjón varð á búfénaði í kuldakastinu, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks og kaltjón varð á túnum. Þá er óvenjufáar sólskilsstundir sagðar hafa leitt til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum. Tjón var skráð á 375 búum vegna búfénaðs, uppskeru, afurðataps og kostnaðar við endursáningu. Þá hafa Bjargráðasjóði borist 123 umsóknir um stuðning vegna kaltjóns allt frá Strandabyggð til Múlaþings. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshóp til að fara yfir tjón bænda vegna kuldatíðarinnar á fundi sínum á föstudag. Hann á að gera tillögur um útfærslur og umfangs stuðningsaðgerða, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hópurinn á að skila matvælaráðherra tillögum í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónum króna verði varið til stuðnings til bænda vegna kaltjónsins. Bjargráðasjóður afgreiðir umsóknir um þann stuðning. Sjóðurinn greiddi út 442 milljónir króna vegna kal- og girðingartjóns sem varð veturinn 2019 til 2020. Þá er áætlað að fjörutíu milljónir króna vanti upp á að fjárheimildir til niðurgreiðslu flutnings og dreifingar raforku til garðyrkjubænda dugi til að ná 95 prósent niðurgreiðsluhlutfalli sem er gert ráð fyrir í samningi ríkisins og Bændasamtakanna. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætis-, matvæla- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21