Vasic skoraði tveimur mörkum meira en næsti maður sem var Isaac Kiese Thelin hjá Svíþjóðarmeisturum Malmö.
Hann var fyrsti leikmaðurinn í sögu Brommapojkarna til að verða markakóngur sænsku deildarinnar.
Brommapojkarna mætti einmitt Malmö í lokaumferðinni en Vasic fór meiddur af velli eftir aðeins 28 mínútur.
Nú er komið í ljós að hann er með slitið krossband og missir því að stórum hluta næsta tímabils hið minnsta.
Þessi 33 ára gamli framherji er að renna út á samning um áramótin og er nú í mikilli óvissu eftir þennan skelfilega endi á annars mjög góðri leiktíð.
Vasic hefur spilað með Brommapojkarna frá 2022 en hann reyndi líka fyrir sér hjá ítalska félaginu Reggina auk þess að spila lengi í neðri deildunum í Svíþjóð.