„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2024 22:26 Kristrún Frostadóttir segir að Þórður Snær megi skammast sín vegna skrifa sinna. Vísir/Vilhelm „Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar. Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira