Viðskipti innlent

Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti

Atli Ísleifsson skrifar
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, verður fundarstjóri.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, verður fundarstjóri. Vísir/Ívar Fannar

Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu ásamt Samtökum atvinnulífsins standa fyrir morgunfundi fimmtudaginn 14. nóvember undir yfirskriftinni Leiðir til að lækka vexti.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi þar sem verður rætt um hvaða leiðir séu færar til að stuðla að lægra vaxtastigi hér á landi til framtíðar. Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til 11.

Dagskrá fundarins: 

Erindi:

  • Gunnar Haraldsson hagfræðingur mun kynna niðurstöður úttektar ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um þróun starfsumhverfis fjármálaþjónustu á Íslandi undanfarin ár, ásamt skattspori fjármálageirans og ræðir niðurstöðurnar í samhengi við yfirskrift fundarins.
  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
  • ‍Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.

Pallborðsumræður með frambjóðendum:

  • Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis munu jafnframt ræða sína framtíðarsýn fyrir fjármálaþjónustu hér á landi næstu árin.
  • ‍Marínó Örn Tryggvason, hjá Arma Advisors og fyrrverandi forstjóri Kviku banka, mun stýra pallborðsumræðunum.

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, verður fundarstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×