Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 10:26 Rúnar Páll Sigmundsson handsalar samninginn við Magnús Helgason, yfirmann knattspyrnumála, og Þorstein Ingason, formann stjórnar. Grótta Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. Rúnar Páll tekur við Gróttu í 2. deild því liðið féll niður úr Lengjudeildinni í ár. Christopher Brazell, sem hafði stýrt Gróttu frá 2022, var rekinn frá félaginu í sumar og Igor Bjarni Kostic stýrði Gróttu til loka tímabilsins, en liðið endaði í 11. sæti, tíu stigum á eftir næstu liðum. Grótta lék í Bestu deildinni í fyrsta og eina sinn árið 2020 en er nú komin aftur í 2. deild þar sem liðið spilaði síðast árið 2018. Ljóst er að Rúnari Páli er ætlað að koma liðinu sem fyrst aftur upp í Lengjudeildina. Rúnar er meðal annars með það á ferilskránni að hafa gert Stjörnuna að Íslandsmeistara árið 2014, og komið liðinu í 4. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sama ár, auk þess að gera liðið að bikarmeistara árið 2018. Hann stýrði síðast liði Fylkis í þrjú ár og kom því upp í Bestu deildina á fyrsta ári en þaðan féll liðið svo í haust. „Ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild“ „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” segir Rúnar Páll í fréttatilkynningu Gróttu. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, tekur í sama streng og fagnar komu Rúnars: „Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu - við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.” Grótta Fótbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Rúnar Páll tekur við Gróttu í 2. deild því liðið féll niður úr Lengjudeildinni í ár. Christopher Brazell, sem hafði stýrt Gróttu frá 2022, var rekinn frá félaginu í sumar og Igor Bjarni Kostic stýrði Gróttu til loka tímabilsins, en liðið endaði í 11. sæti, tíu stigum á eftir næstu liðum. Grótta lék í Bestu deildinni í fyrsta og eina sinn árið 2020 en er nú komin aftur í 2. deild þar sem liðið spilaði síðast árið 2018. Ljóst er að Rúnari Páli er ætlað að koma liðinu sem fyrst aftur upp í Lengjudeildina. Rúnar er meðal annars með það á ferilskránni að hafa gert Stjörnuna að Íslandsmeistara árið 2014, og komið liðinu í 4. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sama ár, auk þess að gera liðið að bikarmeistara árið 2018. Hann stýrði síðast liði Fylkis í þrjú ár og kom því upp í Bestu deildina á fyrsta ári en þaðan féll liðið svo í haust. „Ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild“ „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” segir Rúnar Páll í fréttatilkynningu Gróttu. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, tekur í sama streng og fagnar komu Rúnars: „Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu - við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.”
Grótta Fótbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira